Erlent

Veðmálahneyksli í súmóglímu skekur Japan

Lögreglan í Tókýó rannsakar nú veðmálahneyksli sem þykir mikið áfall fyrir þjóðaríþrótt Japana, súmóglímu.

Einn af þekktustu súmóglímuköppum landsins, Ozeki Kotomitsuki, hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit hafnarboltaleikja í Bandaríkjunum. Veðmál eru bönnuð með lögum í Japan og því þarf að leita til Yakuza glæpasamtakanna til að stunda þá iðju í landinu.

Fleiri súmóglímukappar hafa viðurkennt að hafa stundað fjárhættuspil sem einnig er ólöglegt í Japan.

Málið er litið það alvarlegum augum í Japan að ríkissjónvarp landsins hefur ákveðið að sýna ekki beint frá næsta glímumóti og er það í fyrsta sinn í 57 ára sögu slíkra útsendinga að það gerist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×