Erlent

Ítalskir ökumenn í evrudraumi

Ökumenn á ferð um suðurhluta Ítalíu þóttust hafa himinn höndum tekið þegar þeir óku fram á mikið magn af evrumyntum á hraðbrautinni milli Cesena og Bari síðdegis í gær.

Öryggisflutningabíll með 2 milljónir evra í myntum innanborðs hafði oltið á hraðbrautinni með þeim afleiðingum að afturdyr hans opnuðust og myntirnar dreifðust um brautina.

Lögreglan var fljót á staðinn og lokaði hraðbrautinni en ekki fyrr en ökumenn höfðu náð að sópa saman um 10.000 evrum og aka með þær á brott.

Flutningabíllinn var að flytja þennan myntfarm frá myntsláttu Ítala í Cesena.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×