Erlent

Íranskar flugvélar bannaðar í Evrópu

Óli Tynes skrifar
Boeing 747 þotur frá Iran Air eru meðal véla sem eru á bannlista í Evrópu.
Boeing 747 þotur frá Iran Air eru meðal véla sem eru á bannlista í Evrópu.

Evrópusambandið hefur sett stærstan hluta flugflota íranska flugfélagsins Iran Air á bannlista.

Sambandið segir að þetta sé gert af öryggisástæðum og hafi ekkert með viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna að gera.

Sambandið hefur sett mörg flugfélög á bannlista vegna þess að þau þykja ekki uppfylla öryggiskröfur.

Bannið nær til véla af gerðinni Airbus 320, Boeing 727 og Boeing 747. Tveir þriðju hlutar af flugflota Iran Air eru af þessum tegundum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×