Fimm hafa verið með í öllum 11 úrslitaleikjum Keflavíkur og Snæfells Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2010 17:00 Hlynur Bæringsson er með 13,3 stig og 14,3 fráköst að meðaltali í ellefu úrslitaleikjum Snæfells og Keflavíkur. Mynd/Stefán Keflavík og Snæfell hefja í kvöld sitt fjórða úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn en liðið mættust einnig í lokaúrslitunum 2004, 2005 og 2008. Fimm leikmenn hafa verið með í öllum ellefu leikjum liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en bara fjórir þeirra verða með í Toyota-höllinni í Keflavík þegar fyrsti leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld. Gunnar Einarsson og Jón Norðdal Hafsteinsson hafa spilað alla 11 leikina fyrir Keflavík og verða einnig með í kvöld. Þriðji Keflvíkingurinn sem hefur spilað alla þessa ellefu leiki er Magnús Þór Gunnarsson en hann er leikmaður Njarðvíkur í dag. Snæfellingarnir Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson eru einu Hólmararnir sem hafa verið með í öllum þremur úrslitaeinvígunum og enginn hefur spilað fleiri mínútur í þessum ellefu leikjum en einmitt þeir tveir. Keflavík hefur unnið 9 af 11 leikjum liðanna í lokaúrslitum þar af 9 af síðustu 10 eftir að Snæfell vann fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu 2004. Keflavík vann 3-1 í einvígunum 2004 og 2005 en sópaði Snæfelli síðan 3-0 út úr lokaúrslitunum fyrir tveimur árum. Hlynur Bæringsson hefur tekið flest fráköst (157 - 14,3 í leik), er í 2. sæti yfir stoðsendingar (40 - 3,6 í leik)og í 3. sæti í stigum (146 - 13,3 í leik) þegar tekið er saman besti árangur í tölfræðinn í þessum þremur úrslitaeinvígum. Nick Bradford er bæði stigahæstur (156 - 19,5 í leik) og sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar (49 - 6,1 í leik) þrátt fyrir að hafa aðeins verið með í lokaúrslitum 2004 og 2005. Nick datt eins og kunnugt er út úr undanúrslitunum með Njarðvík sem tapaði 1-3 fyrir hans gömlu félögum í Keflavík.Tölfræði úr einvígum Keflavíkur og Snæfells 2004, 2005 og 2008:Flestir leikir Hlynur Bæringsson, Snæfell 11 Sigurður Þorvaldsson, Snæfell 11 Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 11 Jón Norðdal Hafsteinsson, Keflavík 11 Gunnar Einarsson, Keflavík 11 Arnar Freyr Jónsson, Keflavík 10 Nick Bradford, Keflavík 8 Sverrir Þór Sverrisson, Keflavík 8Flestar mínútur spilaðar Hlynur Bæringsson, Snæfell 354 (32,2 í leik) Sigurður Þorvaldsson, Snæfell 325 (29,5 í leik) Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 307 (27,9 í leik) Nick Bradford, Keflavík 288 (36,0 í leik) Jón Norðdal Hafsteinsson, Keflavík 231 (21,0 í leik) Gunnar Einarsson, Keflavík 219 (19,9 í leik)Flest stig Nick Bradford, Keflavík 156 (19,5 í leik) Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 150 (13,6 í leik) Hlynur Bæringsson, Snæfell 146 (13,3 í leik) Sigurður Þorvaldsson, Snæfell 133 (12,1 í leik) Gunnar Einarsson, Keflavík 110 (10,0 í leik)Flest fráköst Hlynur Bæringsson, Snæfell 157 (14,3 í leik) Nick Bradford, Keflavík 88 (11,0 í leik) Sigurður Þorvaldsson, Snæfell 60 (5,5 í leik) Jón Norðdal Hafsteinsson, Keflavík 50 (4,5 í leik)Flestar stoðsendingar Nick Bradford, Keflavík 49 (6,1 í leik) Hlynur Bæringsson, Snæfell 40 (3,6 í leik) Sverrir Þór Sverrisson, Keflavík 39 (4,9 í leik) Arnar Freyr Jónsson, Keflavík 35 (3,5 í leik) Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 34 (3,1 í leik) Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fleiri fréttir Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Sjá meira
Keflavík og Snæfell hefja í kvöld sitt fjórða úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn en liðið mættust einnig í lokaúrslitunum 2004, 2005 og 2008. Fimm leikmenn hafa verið með í öllum ellefu leikjum liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en bara fjórir þeirra verða með í Toyota-höllinni í Keflavík þegar fyrsti leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld. Gunnar Einarsson og Jón Norðdal Hafsteinsson hafa spilað alla 11 leikina fyrir Keflavík og verða einnig með í kvöld. Þriðji Keflvíkingurinn sem hefur spilað alla þessa ellefu leiki er Magnús Þór Gunnarsson en hann er leikmaður Njarðvíkur í dag. Snæfellingarnir Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson eru einu Hólmararnir sem hafa verið með í öllum þremur úrslitaeinvígunum og enginn hefur spilað fleiri mínútur í þessum ellefu leikjum en einmitt þeir tveir. Keflavík hefur unnið 9 af 11 leikjum liðanna í lokaúrslitum þar af 9 af síðustu 10 eftir að Snæfell vann fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu 2004. Keflavík vann 3-1 í einvígunum 2004 og 2005 en sópaði Snæfelli síðan 3-0 út úr lokaúrslitunum fyrir tveimur árum. Hlynur Bæringsson hefur tekið flest fráköst (157 - 14,3 í leik), er í 2. sæti yfir stoðsendingar (40 - 3,6 í leik)og í 3. sæti í stigum (146 - 13,3 í leik) þegar tekið er saman besti árangur í tölfræðinn í þessum þremur úrslitaeinvígum. Nick Bradford er bæði stigahæstur (156 - 19,5 í leik) og sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar (49 - 6,1 í leik) þrátt fyrir að hafa aðeins verið með í lokaúrslitum 2004 og 2005. Nick datt eins og kunnugt er út úr undanúrslitunum með Njarðvík sem tapaði 1-3 fyrir hans gömlu félögum í Keflavík.Tölfræði úr einvígum Keflavíkur og Snæfells 2004, 2005 og 2008:Flestir leikir Hlynur Bæringsson, Snæfell 11 Sigurður Þorvaldsson, Snæfell 11 Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 11 Jón Norðdal Hafsteinsson, Keflavík 11 Gunnar Einarsson, Keflavík 11 Arnar Freyr Jónsson, Keflavík 10 Nick Bradford, Keflavík 8 Sverrir Þór Sverrisson, Keflavík 8Flestar mínútur spilaðar Hlynur Bæringsson, Snæfell 354 (32,2 í leik) Sigurður Þorvaldsson, Snæfell 325 (29,5 í leik) Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 307 (27,9 í leik) Nick Bradford, Keflavík 288 (36,0 í leik) Jón Norðdal Hafsteinsson, Keflavík 231 (21,0 í leik) Gunnar Einarsson, Keflavík 219 (19,9 í leik)Flest stig Nick Bradford, Keflavík 156 (19,5 í leik) Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 150 (13,6 í leik) Hlynur Bæringsson, Snæfell 146 (13,3 í leik) Sigurður Þorvaldsson, Snæfell 133 (12,1 í leik) Gunnar Einarsson, Keflavík 110 (10,0 í leik)Flest fráköst Hlynur Bæringsson, Snæfell 157 (14,3 í leik) Nick Bradford, Keflavík 88 (11,0 í leik) Sigurður Þorvaldsson, Snæfell 60 (5,5 í leik) Jón Norðdal Hafsteinsson, Keflavík 50 (4,5 í leik)Flestar stoðsendingar Nick Bradford, Keflavík 49 (6,1 í leik) Hlynur Bæringsson, Snæfell 40 (3,6 í leik) Sverrir Þór Sverrisson, Keflavík 39 (4,9 í leik) Arnar Freyr Jónsson, Keflavík 35 (3,5 í leik) Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 34 (3,1 í leik)
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fleiri fréttir Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Sjá meira