Lífið

Eyddi tveimur milljónum í fjögurra ára afmæli sonarins

Gwen og Kingston.
Gwen og Kingston.
Söngkonan Gwen Stefani telst nú ekki vera sú ýktasta í peningaeyðslubransanum í stjörnuborginni Los Angeles, þótt hún sé reyndar alltaf flott til fara. Þannig að verðmiðinn á fjögurra ára ára afmæli sonar hennar Kingston gefur ágæta vísbendingu um hvernig kaupin gerast á eyrinni í Los Angeles.

Hún og eiginmaðurinn Gavin Rossdale héldu flotta veislu fyrir soninn í síðustu viku og buðu um 100 manns, þar á meðal David og Victoriu Beckham með synina, Kate Beckinsale og fleirum. Á svæðinu voru meðal annars hoppukastalar, andlitsmálarar, blöðrubeyglarar, candy floss-vélar, límonaðibás og leikarar í ofurhetjubúningum. Þarna var líka hægt að borða barnvænan mat af öllum tegundum. Verðmiðinn á svona veislu telst vera tvær milljónir króna.

Gwen er gift breska rokkaranum Gavin Rossdale. Auk Kingston, sem heitir fullu nafni Kingston James McGregor Rossdale, eiga þau 21 mánaðar gamlan son sem heitir Zuma Nesta Rock Rossdale.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.