Erlent

Hafa handtekið 100 af 4000 föngum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gríðarlega mikil öryggisgæsla hefur verið í Haítí eftir skjálftann. Mynd/ AFP.
Gríðarlega mikil öryggisgæsla hefur verið í Haítí eftir skjálftann. Mynd/ AFP.
Lögreglan í Haítí hefur handtekið 100 af þeim 4000 föngum sem flúðu úr fangelsi í Port-au-Prince eftir jarðskjálftann í Haítí þann 12. janúar síðastliðinn. Frantz Lerebous, talsmaður lögreglunnar, segir að fleiri fanga sé leitað. Allir fangar sem voru í fangelsinu flúðu, jafnvel þeir hættulegustu sem voru dæmdir fyrir nauðgun og morð. Gríðarlega öflug öryggisgæsla hefur verið í Haítí eftir skjálftann, enda greip um sig mikil skelfing þegar að hann skók landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×