Skuldarar þurfa skjól 5. febrúar 2010 06:00 Fjölmörg íslensk heimili standa nú frammi fyrir miklum erfiðleikum vegna skuldastöðu sinnar. Ástæðurnar eru vel þekktar; í kjölfar falls bankanna og efnahagserfiðleika hafa skuldir hækkað hratt, laun lækkað og atvinnuleysi er mikið. Margir eru því í þeirri stöðu að þurfa að leita sér úrræða til að rétta af sína stöðu. Ýmsar leiðir eru færar fyrir skuldara í dag en gróflega má flokka úrræðin í tvennt; annars vegar úrræði innan hverrar lánastofnunar, t.d. bankanna og hins vegar róttækari úrræði á vegum stjórnvalda sem krefjast aðkomu dómstóla.Úrræði á vegum banka og lánastofnanaSé um tímabundna erfiðleika að ræða sem fyrirsjáanlegt er að skuldari geti yfirstigið er eðlilegt að horfa til þeirra úrræða sem bankar og aðrar lánastofnanir bjóða upp á. Með því er t.d. unnt að óska eftir frystingu á láni eða semja um breytta skilmála á skuldum. Þessi úrræði geta létt töluvert undir og fela í mörgum tilfellum í sér töluverða eftirgjöf af hálfu bankanna. Mörgum nægir að nýta sér einhvern þessara kosta til þess að láta enda ná saman á nýjan leik.Í öðrum tilfellum er staðan erfiðari. Séu skuldirnar umtalsverðar og vanskil viðvarandi er eðlilegt að horfa til róttækari úrræða hjá stjórnvöldum. Með lögum um greiðsluaðlögun samningskrafna og lögum um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna var komið til móts við þennan hóp. Þar er kveðið á um að skuldarar, sem eru um fyrirséða framtíð ófærir um að standa í skilum með skuldbindingar sínar, geti óskað eftir að fá heimild til greiðsluaðlögunar á kröfum sínum. Fólk í þessari stöðu myndi í mörgum tilfellum ella stefna í gjaldþrot með tilheyrandi erfiðleikum.Greiðsluaðlögun veitir skjólMeð greiðsluaðlögun er skuldurum gefinn kostur á að komast í ákveðið skjól með sínar skuldir og aðlaga afborganir að sinni greiðslugetu í stað þess að fara í þrot. Ferlið tekur yfirleitt þrjú til fimm ár og getur bæði tekið til fasteignalána og annarra skulda. Sett er upp greiðsluáætlun í samráði við kröfuhafa og skuldara. Hugsunin með úrræðinu er að kröfuhafar fái eitthvað upp í skuldir sínar, ef kostur er, en skuldarar geti á móti fengið fastan punkt í tilveruna og komið fjárhag sínum í betra horf. Eftirstöðvar skuldanna eru í sumum tilfellum afskrifaðar að hluta eða jafnvel í heild. Skuldarinn stendur svo við greiðsluaðlögunina með því að greiða ákveðna fjárhæð mánaðarlega á meðan ferlið stendur yfir. Sú fjárhæð er fundin út að teknu tilliti til framfærslu umsækjanda.Sótt er um heimild til greiðsluaðlögunar til héraðsdómstóla á hverjum stað. Slík umsókn verður að uppfylla ákveðnar formkröfur og hafa margir leitað aðstoðar við gerð umsóknarinnar, til lögmannsstofa eða Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Vandinn við úrræðið í dag er hins vegar hve langur tími líður frá því að umsókn berst og þar til úrskurður dómara liggur fyrir en það ferli getur tekið allt að 8-10 vikur. Með fjölgun dómara og starfsmanna dómstóla mun þessi biðtími styttast.Áhyggjur af ábyrgðarmönnumÁbyrgðir fyrir skuldum eru mjög útbreiddar hér á landi og ábyrgðarmenn eru í mörgum tilfellum nákomnir skuldaranum. Þetta eru leifar hins svonefnda ábyrgðarmannakerfis. Afar mikilvægt er fyrir fólk að vita að sé óskað eftir úrræðum á borð við greiðsluaðlögun fellur skuldin ekki á ábyrgðarmann. Meðan á greiðsluaðlögun stendur eru lán í skilum og því ekki hægt að ganga að ábyrgðarmönnum. Þá er jafnframt mikilvægt að átta sig á því að greiðsluaðlögun sem kveður á um lækkun kröfu á hendur skuldara hefur sömu áhrif til lækkunar á kröfu á hendur ábyrgðarmanni. Athafnaleysi er dýrasti kosturinnGreiðsluerfiðleikar og vanskil valda fólki miklum áhyggjum og kvíða. Í slíkum aðstæðum margborgar sig hins vegar fyrir fólk að fara á stúfana og leita sér ráðgjafar í sínum málum. Þó að fyrstu skrefin geti verið þung, hvet ég þá sem þurfa á að halda að kanna sína stöðu og þau úrræði sem í boði eru. Á endanum er það oft dýrasti kosturinn að aðhafast ekkert.Höfundur er lögmaður á JÁS Lögmönnum – www.jas.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Fjölmörg íslensk heimili standa nú frammi fyrir miklum erfiðleikum vegna skuldastöðu sinnar. Ástæðurnar eru vel þekktar; í kjölfar falls bankanna og efnahagserfiðleika hafa skuldir hækkað hratt, laun lækkað og atvinnuleysi er mikið. Margir eru því í þeirri stöðu að þurfa að leita sér úrræða til að rétta af sína stöðu. Ýmsar leiðir eru færar fyrir skuldara í dag en gróflega má flokka úrræðin í tvennt; annars vegar úrræði innan hverrar lánastofnunar, t.d. bankanna og hins vegar róttækari úrræði á vegum stjórnvalda sem krefjast aðkomu dómstóla.Úrræði á vegum banka og lánastofnanaSé um tímabundna erfiðleika að ræða sem fyrirsjáanlegt er að skuldari geti yfirstigið er eðlilegt að horfa til þeirra úrræða sem bankar og aðrar lánastofnanir bjóða upp á. Með því er t.d. unnt að óska eftir frystingu á láni eða semja um breytta skilmála á skuldum. Þessi úrræði geta létt töluvert undir og fela í mörgum tilfellum í sér töluverða eftirgjöf af hálfu bankanna. Mörgum nægir að nýta sér einhvern þessara kosta til þess að láta enda ná saman á nýjan leik.Í öðrum tilfellum er staðan erfiðari. Séu skuldirnar umtalsverðar og vanskil viðvarandi er eðlilegt að horfa til róttækari úrræða hjá stjórnvöldum. Með lögum um greiðsluaðlögun samningskrafna og lögum um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna var komið til móts við þennan hóp. Þar er kveðið á um að skuldarar, sem eru um fyrirséða framtíð ófærir um að standa í skilum með skuldbindingar sínar, geti óskað eftir að fá heimild til greiðsluaðlögunar á kröfum sínum. Fólk í þessari stöðu myndi í mörgum tilfellum ella stefna í gjaldþrot með tilheyrandi erfiðleikum.Greiðsluaðlögun veitir skjólMeð greiðsluaðlögun er skuldurum gefinn kostur á að komast í ákveðið skjól með sínar skuldir og aðlaga afborganir að sinni greiðslugetu í stað þess að fara í þrot. Ferlið tekur yfirleitt þrjú til fimm ár og getur bæði tekið til fasteignalána og annarra skulda. Sett er upp greiðsluáætlun í samráði við kröfuhafa og skuldara. Hugsunin með úrræðinu er að kröfuhafar fái eitthvað upp í skuldir sínar, ef kostur er, en skuldarar geti á móti fengið fastan punkt í tilveruna og komið fjárhag sínum í betra horf. Eftirstöðvar skuldanna eru í sumum tilfellum afskrifaðar að hluta eða jafnvel í heild. Skuldarinn stendur svo við greiðsluaðlögunina með því að greiða ákveðna fjárhæð mánaðarlega á meðan ferlið stendur yfir. Sú fjárhæð er fundin út að teknu tilliti til framfærslu umsækjanda.Sótt er um heimild til greiðsluaðlögunar til héraðsdómstóla á hverjum stað. Slík umsókn verður að uppfylla ákveðnar formkröfur og hafa margir leitað aðstoðar við gerð umsóknarinnar, til lögmannsstofa eða Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Vandinn við úrræðið í dag er hins vegar hve langur tími líður frá því að umsókn berst og þar til úrskurður dómara liggur fyrir en það ferli getur tekið allt að 8-10 vikur. Með fjölgun dómara og starfsmanna dómstóla mun þessi biðtími styttast.Áhyggjur af ábyrgðarmönnumÁbyrgðir fyrir skuldum eru mjög útbreiddar hér á landi og ábyrgðarmenn eru í mörgum tilfellum nákomnir skuldaranum. Þetta eru leifar hins svonefnda ábyrgðarmannakerfis. Afar mikilvægt er fyrir fólk að vita að sé óskað eftir úrræðum á borð við greiðsluaðlögun fellur skuldin ekki á ábyrgðarmann. Meðan á greiðsluaðlögun stendur eru lán í skilum og því ekki hægt að ganga að ábyrgðarmönnum. Þá er jafnframt mikilvægt að átta sig á því að greiðsluaðlögun sem kveður á um lækkun kröfu á hendur skuldara hefur sömu áhrif til lækkunar á kröfu á hendur ábyrgðarmanni. Athafnaleysi er dýrasti kosturinnGreiðsluerfiðleikar og vanskil valda fólki miklum áhyggjum og kvíða. Í slíkum aðstæðum margborgar sig hins vegar fyrir fólk að fara á stúfana og leita sér ráðgjafar í sínum málum. Þó að fyrstu skrefin geti verið þung, hvet ég þá sem þurfa á að halda að kanna sína stöðu og þau úrræði sem í boði eru. Á endanum er það oft dýrasti kosturinn að aðhafast ekkert.Höfundur er lögmaður á JÁS Lögmönnum – www.jas.is.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun