Erlent

Starfsfólk hringdi í hjálparsíma fyrir þolendur eineltis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Downingstræti 10. Mynd/ AFP.
Downingstræti 10. Mynd/ AFP.
Starfsfólk úr breska forsætisráðuneytinu hringdi í hjálparsíma sem er rekinn af samtökum sem berjast gegn einelti, segir Christine Pratt í samtali við BBC. Pratt veitir samtökunum forstöðu. Ástæðu símtalanna má rekja til skapofsa Browns forsætisráðherra.

Pratt segir að þrjú eða fjögur símtöl hafi borist samtökunum, sem kallast National Bullying Helpline, á síðustu árum. Lord Mandelson, einn af ráðherrum úr ríkisstjórn Browns, neitaði í dag ásökunum um að Brown hafi verið varaður við skapofsa sínum.

Pratt segist ekki halda því fram að Brown sé fantur, heldur að fólk úr starfsliði hans hafi áhyggjur. Breska forsætisráðuneytið hefur ekki svarað þessum ásökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×