Steve Williams, kylfusveinn Tiger Woods, fær ekki að fljúga með Tiger Woods á Ryder Cup þar sem Tiger stóð sig ekki nógu vel og var tekinn inn í bandaríska liðið sem aukamaður.
Williams og tveir aðrir kylfusveinar þurfa að taka annað flug á keppnisstað þar sem það var ekki nóg pláss í flugvélinni fyrir alla. Það er að segja á fyrsta farrými
Kylfusveinarnir hefðu getað setið aftur í með almúganum en það vildu forráðamenn PGA ekki sjá. Þeir taka því annað flug á fyrsta farrými og eru víst kátir með það.