Velferð og atvinna Oddný Sturludóttir skrifar 4. janúar 2010 06:00 Oddný Sturludóttir skrifar um atvinnu Atvinnuleysi er staðreynd á Íslandi. Stjórnvöld leggja nú allt undir í uppbyggingarstarfinu svo hér megi reka fyrirtæki og heimili við skaplegar aðstæður. Sveitarstjórnarstigið er ekki síður mikilvægt og sérstaða Reykjavíkur er tvíþætt: Atvinnuleysi er meira í Reykjavík en annars staðar, utan Reykjaness, og Reykjavíkurborg er einn stærsti vinnustaður landsins. Ábyrgð borgarinnar er því mikil. En umræða um atvinnuleysi og atvinnusköpun má ekki einkennast af stórkarlalegum yfirboðum um risavaxnar töfralausnir og áherslu á ósveigjanlegar skilyrðingar sem þjóna ekki tilgangi sínum til langtíma litið. Aldrei má gleymast að huga að velferð þeirra sem eru í atvinnuleit, ólíkra þarfa þeirra og aðstæðna. Langtímaatvinnuleysi er t.a.m. ákaflega villandi hugtak. Fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði getur einn mánuður í atvinnuleysi haft mjög alvarlegar afleiðingar, hvað þá sex mánuðir. Þegar kemur að ráðgjöf og úrræðum hentar eitt atvinnuleitanda á sextugsaldri og annað ungmennum á þrítugsaldri. Nýverið samþykkti borgarstjórn að verja 150 milljónum króna á árinu 2010 til atvinnuskapandi verkefna á vegum borgarinnar, og því fé verður útdeilt á grundvelli leiðarljósa úr skýrslu atvinnumálahóps sem var samþykkt í borgarstjórn nýverið. Lögð verður meiri áhersla á starfsþjálfun, sértæk atvinnuátaksverkefni til nokkurra mánaða og samfélagslega ábyrgð borgarinnar gagnvart ungu fólki og starfsmönnum með fötlun, auk annarra aðgerða sem eru í útfærslu hjá Atvinnumálahópi þessa dagana. Ég vil skoða ábyrgð hins opinbera í víðara samhengi, kvaðir um ráðningu fólks af atvinnuleysisskrá í starfsþjálfun eða sérstök verkefni eru nauðsynlegar á meðan atvinnuleysi er jafn mikið og raun ber vitni. Virkni atvinnuleitanda er gríðarlega mikilvæg, aðgerðarleysi hefur lamandi áhrif á tilveru fólks, fjölskyldur þeirra og börn. Enn og aftur kveð ég þá góðu vísu að samstarf ríkis og borgar hefur aldrei verið meira aðkallandi. Atvinnuleysi er risavaxið sameiginlegt verkefni sem mun hafa hræðilegar afleiðingar til langframa fyrir hinn atvinnulausa og samfélagið allt ef strengirnir eru ekki stilltir saman. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður atvinnumálahóps borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Oddný Sturludóttir skrifar um atvinnu Atvinnuleysi er staðreynd á Íslandi. Stjórnvöld leggja nú allt undir í uppbyggingarstarfinu svo hér megi reka fyrirtæki og heimili við skaplegar aðstæður. Sveitarstjórnarstigið er ekki síður mikilvægt og sérstaða Reykjavíkur er tvíþætt: Atvinnuleysi er meira í Reykjavík en annars staðar, utan Reykjaness, og Reykjavíkurborg er einn stærsti vinnustaður landsins. Ábyrgð borgarinnar er því mikil. En umræða um atvinnuleysi og atvinnusköpun má ekki einkennast af stórkarlalegum yfirboðum um risavaxnar töfralausnir og áherslu á ósveigjanlegar skilyrðingar sem þjóna ekki tilgangi sínum til langtíma litið. Aldrei má gleymast að huga að velferð þeirra sem eru í atvinnuleit, ólíkra þarfa þeirra og aðstæðna. Langtímaatvinnuleysi er t.a.m. ákaflega villandi hugtak. Fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði getur einn mánuður í atvinnuleysi haft mjög alvarlegar afleiðingar, hvað þá sex mánuðir. Þegar kemur að ráðgjöf og úrræðum hentar eitt atvinnuleitanda á sextugsaldri og annað ungmennum á þrítugsaldri. Nýverið samþykkti borgarstjórn að verja 150 milljónum króna á árinu 2010 til atvinnuskapandi verkefna á vegum borgarinnar, og því fé verður útdeilt á grundvelli leiðarljósa úr skýrslu atvinnumálahóps sem var samþykkt í borgarstjórn nýverið. Lögð verður meiri áhersla á starfsþjálfun, sértæk atvinnuátaksverkefni til nokkurra mánaða og samfélagslega ábyrgð borgarinnar gagnvart ungu fólki og starfsmönnum með fötlun, auk annarra aðgerða sem eru í útfærslu hjá Atvinnumálahópi þessa dagana. Ég vil skoða ábyrgð hins opinbera í víðara samhengi, kvaðir um ráðningu fólks af atvinnuleysisskrá í starfsþjálfun eða sérstök verkefni eru nauðsynlegar á meðan atvinnuleysi er jafn mikið og raun ber vitni. Virkni atvinnuleitanda er gríðarlega mikilvæg, aðgerðarleysi hefur lamandi áhrif á tilveru fólks, fjölskyldur þeirra og börn. Enn og aftur kveð ég þá góðu vísu að samstarf ríkis og borgar hefur aldrei verið meira aðkallandi. Atvinnuleysi er risavaxið sameiginlegt verkefni sem mun hafa hræðilegar afleiðingar til langframa fyrir hinn atvinnulausa og samfélagið allt ef strengirnir eru ekki stilltir saman. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður atvinnumálahóps borgarstjórnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar