Hefði aldrei spilað gegn Teddy við pókerborðið 1. maí 2010 12:00 Teddy Sheringham og Auðunn Blöndal, hressir í Mónakó á dögunum.mynd/egill einarsson Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal hitti einn af eftirlætis knattspyrnumönnum sínum á pókermóti í Mónakó á dögunum. „Teddy var hrikalega ferskur,“ segir sjónvarpsmaðurinn og pókerspilarinn Auðunn Blöndal. Auðunn tók þátt í lokamóti Evrópumótaraðarinnar í póker á dögunum í Mónakó ásamt Agli Einarssyni. Þeir félagar eru harðir stuðningsmenn Manchester United og héldu því vart vatni þegar þeir sáu að Teddy Sheringham, fyrrverandi leikmaður rauðu djöflanna, var á meðal þátttakenda á mótinu. „Ég sagði við Teddy Sheringham þegar ég hitti hann að ef ég hefði lent með honum á borði hefði ég aldrei „reisað hann og foldað“ bestu höndunum á móti honum fyrir markið hans "99 á móti Bayern München,“ segir Auddi á pókermáli og vísar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 1999 þegar Teddy Sheringham skoraði jöfnunarmarkið áður en Ole Gunnar Solskjær tryggði liðinu sigur á ögurstundu. „Það var fínt að ég lenti ekki með honum á borði því ég hefði aldrei viljað vinna Teddy.“ Auddi og Egill spiluðu svipað lengi í mótinu, þó að sá síðarnefni hafi komist ögn lengra. Auddi datt út þegar 40 mínútur voru eftir af fyrsta degi, en Egill 40 mínútum eftir að annar dagur hófst. Teddy gekk hins vegar allt í haginn framan af og hafnaði að lokum í 103. sæti. Fyrir það fékk hann 20.000 evrur, eða um 3,4 milljónir króna. „Hann kann alveg að spila karlinn,“ segir Auddi. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal hitti einn af eftirlætis knattspyrnumönnum sínum á pókermóti í Mónakó á dögunum. „Teddy var hrikalega ferskur,“ segir sjónvarpsmaðurinn og pókerspilarinn Auðunn Blöndal. Auðunn tók þátt í lokamóti Evrópumótaraðarinnar í póker á dögunum í Mónakó ásamt Agli Einarssyni. Þeir félagar eru harðir stuðningsmenn Manchester United og héldu því vart vatni þegar þeir sáu að Teddy Sheringham, fyrrverandi leikmaður rauðu djöflanna, var á meðal þátttakenda á mótinu. „Ég sagði við Teddy Sheringham þegar ég hitti hann að ef ég hefði lent með honum á borði hefði ég aldrei „reisað hann og foldað“ bestu höndunum á móti honum fyrir markið hans "99 á móti Bayern München,“ segir Auddi á pókermáli og vísar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 1999 þegar Teddy Sheringham skoraði jöfnunarmarkið áður en Ole Gunnar Solskjær tryggði liðinu sigur á ögurstundu. „Það var fínt að ég lenti ekki með honum á borði því ég hefði aldrei viljað vinna Teddy.“ Auddi og Egill spiluðu svipað lengi í mótinu, þó að sá síðarnefni hafi komist ögn lengra. Auddi datt út þegar 40 mínútur voru eftir af fyrsta degi, en Egill 40 mínútum eftir að annar dagur hófst. Teddy gekk hins vegar allt í haginn framan af og hafnaði að lokum í 103. sæti. Fyrir það fékk hann 20.000 evrur, eða um 3,4 milljónir króna. „Hann kann alveg að spila karlinn,“ segir Auddi. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira