Vegabréf Julian Assange, forvarsmanns Wikileaks, var gert upptækt þegar hann kom til Melbourne í Ástralíu í síðustu viku. Síðar um daginn að lokinni yfirheyrslu og leit í farangri fékk hann vegabréfið á nýjan leik. Sjálfur heldur Assange því að fram að þetta hafi verið gert vegna þess að á síðasta ári birti Wikileaks ítarlegan lista yfir þær vefsíður sem áströlsk stjórnvöld höfðu hug á að loka.
Wikileaks komst í nokkuð almenna umræðu hér heima þegar þar birtust upplýsingar úr lánabók Kaupþings og önnur gögn. Assange hefur heimsótt Ísland nokkrum sinnum.