Erlent

Spegill spegill

Óli Tynes skrifar
Audrey Hepburn. Fegurst kvenna tuttugustu aldarinnar.
Audrey Hepburn. Fegurst kvenna tuttugustu aldarinnar.

Tvöþúsund bandarískar konur tóku þátt í að velja fegurstu konu tuttugustu aldarinnar fyrir sjónvarpsmarkaðsstöðina QVC.

Niðurstaðan var sú að leikkonan Audrey Hepburn var þar í fyrsta sæti. Meðal annarra fegurðardísa má nefna Marilyn Monroe, Grace Kelly og Díana prinsessa af Wales.

Meðal yngri kvenna voru Cheryl Cole, Angelina Jolie, Scarlett Johanson og Jennifer Aniston.

Það kom sumum á óvart að hvorki Sophia Loren né Elísabet Taylor voru meðal þeirra sem völdust í 10 efstu sætin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×