Til hamingju LÍÚ Bergvin Oddsson skrifar 22. júlí 2010 06:00 Útgerðarmenn hringinn í kringum Ísland og hagsmunasamtök þeirra, LÍÚ, hafa síðustu árin og áratugina, átt í miklum deilum við stjórnvöld og þjóðina alla, um hvað eigi að gera við fiskinn í sjónum umhverfis landið, og hver ætti eiginlega þennan fisk. Oft á tíðum hefur þjóðin fundið til samúðar með aumingja útvegsmönnunum, sem alltaf hafa þurft að reka stríðshernað gagnvart stjórnvöldum, til þess að eiga fisk í soðið fyrir sig og sína. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið, var greint frá því að útgerðarmenn væru afar óhressir með ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa frjálsar veiðiheimildir á rækju á næstkomandi fiskveiðiári. Síðastliðin ár hefur rækjukvótinn verið í kringum sjö þúsund tonn, og hefur kvótinn síðustu árin aldrei veiðst að fullu. Stundum hefur ekki einu sinni helmingur af kvótanum verið veiddur. Af hverju skyldi það vera? Jú, vegna þess að útgerðarmenn hafa leyfi til þess að breyta t.d. rækjukvóta í skötusels- eða ýsukvóta án þess að þurfa að greiða krónu fyrir breytinguna, þrátt fyrir að rækjukvótinn sé töluvert ódýrari en skötusels- og ýsukvótinn. LÍÚ segir að nú sé verið að innkalla veiðiheimildir, bak við tjöldin og í kringum lögin. Ég spyr: Innkalla hvaða fisk sem er ekki einu sinni veiddur? Ég get ekki sagt að ég sé alltaf ánægður með Jón Bjarnason, sem veit stundum ekki hvort hann er að koma eða fara. En í þessu máli tek ég ofan hattinn fyrir honum. Það er mín skoðun, að besta leiðin, til þess að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og gera það sem sanngjarnast fyrir þá sem veiða fiskinn og okkur smælingjana, er að leyfa útgerðinni að stjórna því sjálfri hvort hún vilji fyrna kvótann og borga minni skatt, eða þá halda öllum sínum kvóta og borga meiri skatt. Það er gjörsamlega óþolandi að útgerðarmenn svívirða löggjöfina um kvótann, og breyta ódýrustu aflategundunum í þær dýrustu, án þess að greiða krónu fyrir aukalega. LÍÚ tók svo steininn úr í sama kvöldfréttatímanum á Stöð 2, þegar sagt var frá því að átta af hverjum tíu útgerðum gera upp í erlendri mynt. Af þeim hópi útgerða sem gera upp í erlendri mynt eru þrjár af fjórum sem gera það í evrum. Útgerðarmenn og talsmenn LÍÚ, eru nú algjörlega búnir að missa allt traust mitt og álit. Einn daginn vilja þeir ekki heyra á það minnst að kíkja í kaffi til Brussel og kanna hvað við fáum út úr aðildarviðræðum við ESB. Hinn daginn, talar svo LÍÚ um að hægt sé að taka upp einhliða evru. Það hefur margítrekað komið fram að sá möguleiki sé ekki fyrir hendi. Nú er nóg komið af útgerðinni og talsmönnum hennar, sem tala bara í kross, og út og suður. En það er allt í lagi að gera upp í erlendri mynt, til þess að græða sem mest og vilja samt sem áður láta okkur borga brúsann. Það er að mínu mati mannréttindabrot, þegar bæði hagsmunasamtök og heilu stjórnmálahreyfingarnar, ætla sér ekki að leyfa málinu að fara í lýðræðislega kosningu og leyfa okkur hinum ekki að segja til um það af eða á. Það er réttur hvers manns að segja til um hvort hann eða hún vilji ganga inn í Evrópusambandið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Útgerðarmenn hringinn í kringum Ísland og hagsmunasamtök þeirra, LÍÚ, hafa síðustu árin og áratugina, átt í miklum deilum við stjórnvöld og þjóðina alla, um hvað eigi að gera við fiskinn í sjónum umhverfis landið, og hver ætti eiginlega þennan fisk. Oft á tíðum hefur þjóðin fundið til samúðar með aumingja útvegsmönnunum, sem alltaf hafa þurft að reka stríðshernað gagnvart stjórnvöldum, til þess að eiga fisk í soðið fyrir sig og sína. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið, var greint frá því að útgerðarmenn væru afar óhressir með ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa frjálsar veiðiheimildir á rækju á næstkomandi fiskveiðiári. Síðastliðin ár hefur rækjukvótinn verið í kringum sjö þúsund tonn, og hefur kvótinn síðustu árin aldrei veiðst að fullu. Stundum hefur ekki einu sinni helmingur af kvótanum verið veiddur. Af hverju skyldi það vera? Jú, vegna þess að útgerðarmenn hafa leyfi til þess að breyta t.d. rækjukvóta í skötusels- eða ýsukvóta án þess að þurfa að greiða krónu fyrir breytinguna, þrátt fyrir að rækjukvótinn sé töluvert ódýrari en skötusels- og ýsukvótinn. LÍÚ segir að nú sé verið að innkalla veiðiheimildir, bak við tjöldin og í kringum lögin. Ég spyr: Innkalla hvaða fisk sem er ekki einu sinni veiddur? Ég get ekki sagt að ég sé alltaf ánægður með Jón Bjarnason, sem veit stundum ekki hvort hann er að koma eða fara. En í þessu máli tek ég ofan hattinn fyrir honum. Það er mín skoðun, að besta leiðin, til þess að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og gera það sem sanngjarnast fyrir þá sem veiða fiskinn og okkur smælingjana, er að leyfa útgerðinni að stjórna því sjálfri hvort hún vilji fyrna kvótann og borga minni skatt, eða þá halda öllum sínum kvóta og borga meiri skatt. Það er gjörsamlega óþolandi að útgerðarmenn svívirða löggjöfina um kvótann, og breyta ódýrustu aflategundunum í þær dýrustu, án þess að greiða krónu fyrir aukalega. LÍÚ tók svo steininn úr í sama kvöldfréttatímanum á Stöð 2, þegar sagt var frá því að átta af hverjum tíu útgerðum gera upp í erlendri mynt. Af þeim hópi útgerða sem gera upp í erlendri mynt eru þrjár af fjórum sem gera það í evrum. Útgerðarmenn og talsmenn LÍÚ, eru nú algjörlega búnir að missa allt traust mitt og álit. Einn daginn vilja þeir ekki heyra á það minnst að kíkja í kaffi til Brussel og kanna hvað við fáum út úr aðildarviðræðum við ESB. Hinn daginn, talar svo LÍÚ um að hægt sé að taka upp einhliða evru. Það hefur margítrekað komið fram að sá möguleiki sé ekki fyrir hendi. Nú er nóg komið af útgerðinni og talsmönnum hennar, sem tala bara í kross, og út og suður. En það er allt í lagi að gera upp í erlendri mynt, til þess að græða sem mest og vilja samt sem áður láta okkur borga brúsann. Það er að mínu mati mannréttindabrot, þegar bæði hagsmunasamtök og heilu stjórnmálahreyfingarnar, ætla sér ekki að leyfa málinu að fara í lýðræðislega kosningu og leyfa okkur hinum ekki að segja til um það af eða á. Það er réttur hvers manns að segja til um hvort hann eða hún vilji ganga inn í Evrópusambandið.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar