Lífið

Leikkonur eltar á röndum

45 ára maður hefur elt Bullock á röndum frá árinu 2003.
45 ára maður hefur elt Bullock á röndum frá árinu 2003.
Leikkonurnar Jennifer Aniston og Sandra Bullock hafa báðar þurft að hafa afskipti af svokölluðum eltihrellum að undanförnu. Aniston hefur fengið nálgunarbann sett á mann sem telur sig eiga í ástarsambandi við hana.

Maðurinn er 24 ára og var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sést með einangrunarlímband, eggvopn og bréf til Aniston. Hann er sagður hafa leikkonuna á heilanum og vera algjörlega úr takti við raunveruleikann. Hann ók langa leið til að hafa uppi á Aniston í von um að kvænast henni.

Stutt er síðan Sandra Bullock fékk tímabundið nálgunarbann sett á 45 ára gamlan mann sem hefur elt hana á röndum frá árinu 2003. Þá fékk Bullock fyrsta nálgunarbannið sett á hann. Það rann út í fyrra og hefur nú verið endurnýjað. Bullock hefur ekki bara áhyggjur af sjálfri sér heldur einnig Louis Bardo Bullock, sjö mánaða barni sem hún er um þessar mundir að ættleiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.