Aldrei verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júlí 2010 08:15 Ólafur Björn. Stefán Garðarsson Ólafur Björn Loftsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholti í fyrra á dramatískan hátt. Hann kom þá til baka á lokaholunum og tryggði sér síðan titilinn með einhverju stórkostlegasta pútti sem sést hefur á íslenskum golfvelli. „Spennustigið hjá mér fyrir mótið er mjög gott og ég hlakka til að byrja. Ég mæti til leiks fullur sjálfstrausts og bjartsýnn. Að sjálfsögðu stefni ég að því að verja titilinn," sagði Ólafur Björn þar sem hann var við æfingar í Kiðjaberginu í gær. „Það verður óneitanlega meira pressa á mér þar sem ég hef titil að verja. Það truflar mig ekkert því ég kann ágætlega við að spila undir pressu og spila oft best þegar pressan er hvað mest." Ólafur Björn segir að það verði frábært að spila Íslandsmótið á þessum skemmtilega velli sem er umlukinn glæsilegri náttúru. „Það er ótrúlegur andi þarna á vellinum. Svo er þetta það skemmtilegt mót að það er ómögulegt annað en að njóta sín," sagði Ólafur Björn, en hverjir verða hans helstu keppinautar um helgina? „Það er ómögulegt að segja. Við eigum ótrúlegan fjölda af góðum kylfingum um þessar mundir og ég tel að það hafi aldrei áður verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi," sagði Ólafur en kylfingar munu væntanlega ekki spila í sömu blíðu og hefur verið síðustu daga enda spáð rigningu og roki um helgina. „Þetta mót mun líklega ráðast á því hver gerir fæstu mistökin. Ekki hverjir ná í flesta fuglana. Það verður nauðsynlegt að halda bolta í leik." Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholti í fyrra á dramatískan hátt. Hann kom þá til baka á lokaholunum og tryggði sér síðan titilinn með einhverju stórkostlegasta pútti sem sést hefur á íslenskum golfvelli. „Spennustigið hjá mér fyrir mótið er mjög gott og ég hlakka til að byrja. Ég mæti til leiks fullur sjálfstrausts og bjartsýnn. Að sjálfsögðu stefni ég að því að verja titilinn," sagði Ólafur Björn þar sem hann var við æfingar í Kiðjaberginu í gær. „Það verður óneitanlega meira pressa á mér þar sem ég hef titil að verja. Það truflar mig ekkert því ég kann ágætlega við að spila undir pressu og spila oft best þegar pressan er hvað mest." Ólafur Björn segir að það verði frábært að spila Íslandsmótið á þessum skemmtilega velli sem er umlukinn glæsilegri náttúru. „Það er ótrúlegur andi þarna á vellinum. Svo er þetta það skemmtilegt mót að það er ómögulegt annað en að njóta sín," sagði Ólafur Björn, en hverjir verða hans helstu keppinautar um helgina? „Það er ómögulegt að segja. Við eigum ótrúlegan fjölda af góðum kylfingum um þessar mundir og ég tel að það hafi aldrei áður verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi," sagði Ólafur en kylfingar munu væntanlega ekki spila í sömu blíðu og hefur verið síðustu daga enda spáð rigningu og roki um helgina. „Þetta mót mun líklega ráðast á því hver gerir fæstu mistökin. Ekki hverjir ná í flesta fuglana. Það verður nauðsynlegt að halda bolta í leik."
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira