Erlent

Rannsaka hor úr hvölum

Frá verðlaunaathöfninni 2007.
Frá verðlaunaathöfninni 2007.

Hin árlegu lítilsvirðingarverðlaun Ig-Nobel voru afhent í Bandaríkjunum fyrir helgi.

Meðal vinningshafa eru náttúruvísindamenn frá Bretlandi og Mexíkó, sem hafa náð góðum árangri við rannsóknir á hori úr hvölum. Þessir vísindamenn hafa notað fjarstýrðar þyrlur með búnaði sem safnar í sig útblæstri úr hvölum. Flogið er yfir hvalina þegar þeir koma upp á yfirborðið og sætt lagi þegar þeir blása frá sér.

Verðlaunin í hagfræði komu í hlut æðstu stjórnenda kreppufyrirtækjanna Goldman Sachs, AIG, Lehman-bræðra, Bear Stearns, Merrill Lynch og Magnetar fyrir frumlegar aðferðir við fjárfestingar.

Friðarverðlaun ársins féllu síðan í hlut þriggja breskra vísindamanna, sem hafa fundið staðfestingu þess að sársauki linist við það eitt að blóta hressilega.

Verðlaunin er veitt á hverju ári vísindamönnum sem hafa með rannsóknum sínum veitt fólki ástæðu til þess að „hlæja fyrst, en verða síðan hugsi."- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×