Íslendingar munu vinna sig út úr kreppunni. Henrik Billger skrifar 24. mars 2010 10:44 Farsæl viðskipti fyrirtækis míns, Santa Maria AB, við Íslendinga hafa sannfært mig um að á Íslandi býr atorkusöm þjóð sem lætur ekki tímabundna erfiðleika buga sig. Endurreisn viðskiptalífsins hefur í för með sér aukinn útflutning og viðskipti við aðrar þjóðir. Útflytjendur þurfa þá að byggja upp tengsl við þá markaði sem þeir sækja inn á. Vörumerki myndar öflug og náin tengsl á milli eiganda vörumerkis, þeirrar vöru og/eða þjónustu sem hann selur og markaðarins. Með mikilli vinnu og þolinmæði styrkjast þau tengsl og um leið viðskiptavild tengd vörumerkinu. Íslendingar eiga nú verðmæt vörumerki sem eru þekkt og vernduð utan Íslands og þeim fer væntanlega fjölgandi. Þau íslensku fyrirtæki sem eiga vörumerkin hafa kynnt þau fyrir neytendum, skráð þau á Íslandi og erlendis og með fjárfestingu og vinnu hafa merkin orðið þekkt á markaði. Sú fjárfesting og vinna sem lagt hefur verið í leiðir til þess að vörumerkið verður verðmætt og við það tengist viðskiptavild. Vörumerki verður aldrei þekkt án fyrirhafnar en nær aðeins athygli með mikilli vinnu. Þegar það tekst verða til verðmæti einkum þegar byggð eru upp viðskipti á nýjum mörkuðum. Fyrirtæki það sem ég veiti forstöðu, Santa Maria AB, rekur sögu sína til ársins 1911 þegar stofnað var lítið kryddfyrirtæki í Gautaborg. Á fjórða áratug síðustu aldar keyptu tveir menn fyrirtækið, fjárfest var í vélabúnaði og Santa Maria AB varð með tímanum stærsta fyrirtæki Svíþjóðar á sviði kryddvöru. Nafn fyrirtækisins og vörumerki vísar í nafnið á skipi Kólumbusar, Santa Maria, en hvatinn að siglingum Kólumbusar var sá að leita að styttri og öruggari leið til að flytja mikilvægasta gjaldmiðil þeirra tíma sem var krydd. Nú er vörumerkið Santa Maria leiðandi á norrænum markaði með matvöru sem tengist þjóðmenningu og fyrirtækið byggir meðal annars á þekkingu á kryddi og þjóðlegum mat sem hefur verið byggð upp í langan tíma. Mat sem tengist þjóðmenningu þekkja allir eins og til dæmis kínverskan mat, indverskan mat, tælenskan mat og svo framvegis. Á 15 árum hefur markaður fyrir matvöru sem notuð er í slíka rétti stækkað verulega. Fyrirtækið, Santa Maria AB leggur mikla áherslu á gæði og hefur starfað í nánu samstarfi við Swedish Foods Standard Agency í þeim tilgangi að viðhalda ströngum gæðakröfum. Fyrirtækið hefur haft frumkvæði að umhverfisvænum lausnum við meðhöndlun á hráefni, framleiðslu, og meðferð á úrgangi. Vegna þrotlausrar vinnu og fjárfestinga áratugum saman er vörumerkið Santa Maria nú orðið vel þekkt. Eins og við á um öll þekkt vörumerki þarf að gæta þess sérstaklega að verðmæti þess rýrni ekki. Vörumerki má þannig ekki vanrækja frekar en önnur verðmæti. Þar er einkum um að ræða að koma í veg fyrir notkun á vörumerkinu af hálfu annarra fyrirtækja sem starfa á sama eða skyldu sviði en fleira kemur til. Meðal annars þarf að tryggja að ekki sé fjallað um vörumerkið á niðrandi hátt í fjölmiðlum eða að merkið sé ekki notað þannig að það glati sérkenni sínu. Þá vinnu þarf að vinna á meðan að vörumerkið er notað í viðskiptum. Eins og aðrir eigendur vörumerkja þurfa íslenskir útflytjendur að verja vörumerki sín erlendis. Þá njóta þeir góðs af vörumerkjalögum landanna sem eru að miklu leyti byggð á alþjóðlegri samvinnu. Fyrri hluta árs 2009 urðum við hjá Santa Maria AB vör við að veitingastaður í miðborg Reykjavíkur notaði nafn sem er eins og vörumerki og heiti á fyrirtæki okkar. Um var að ræða duglegt athafnafólk eins og þá sem stofnuðu okkar fyrirtæki árið 1911. Við óskum þeim velgengni og með tímanum mun fyrirtækið væntanlega vaxa og dafna. Haft var samband við eigendur fyrirtækisins og óskað eftir að starfseminni yrði valið annað nafn og væntum við þess að ábending okkar leiðrétti misskilning. Við treystum á samvinnu og velvilja frekar en nauðung og nálgun okkar var byggð á því. Það mátti skilja svörin eða hluta þeirra þannig að eigendur veitingastaðarins vildu virða vörumerkjarétt okkar. Atvik þróuðust þó þannig að við neyddumst til að leggja inn andmæli hjá Einkaleyfastofu gegn umsókn um skráningu á vörumerkinu SANTA MARIA fyrir veitingaþjónustu. Stuttu seinna birtist grein í blaði ykkar þar sem atvikum var ekki rétt lýst. Íslendingar jafnt og aðrir njóta góðs af því til lengri tíma að virða verðmæti sem felast í vörumerkjum. Santa Maria AB á það sameiginlegt með íslenskum fyrirtækjum sem sækja á erlenda markaði að þurfa að treysta á lög þeirra landa sem um ræðir þegar leitast er við að vernda vörumerki fyrirtækjanna. Íslenskur markaður er mikilvægur fyrir Santa Maria AB og ég er fullviss um að hann eigi eftir að stækka enn frekar við endurreisn viðskiptalífsins. Sú endurreisn er þannig ekki aðeins hagur Íslendinga heldur einnig þeirra sem eiga viðskipti við landið. Starfsfólk Santa Maria AB óskar þess jafnframt að íslensk fyrirtæki muni sækja fram á erlendum mörkuðum, að vörumerki þeirra nái fótfestu og njóti þeirrar verndar sem þeim ber. Henrik Billger, forstjóri Santa Maria AB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Farsæl viðskipti fyrirtækis míns, Santa Maria AB, við Íslendinga hafa sannfært mig um að á Íslandi býr atorkusöm þjóð sem lætur ekki tímabundna erfiðleika buga sig. Endurreisn viðskiptalífsins hefur í för með sér aukinn útflutning og viðskipti við aðrar þjóðir. Útflytjendur þurfa þá að byggja upp tengsl við þá markaði sem þeir sækja inn á. Vörumerki myndar öflug og náin tengsl á milli eiganda vörumerkis, þeirrar vöru og/eða þjónustu sem hann selur og markaðarins. Með mikilli vinnu og þolinmæði styrkjast þau tengsl og um leið viðskiptavild tengd vörumerkinu. Íslendingar eiga nú verðmæt vörumerki sem eru þekkt og vernduð utan Íslands og þeim fer væntanlega fjölgandi. Þau íslensku fyrirtæki sem eiga vörumerkin hafa kynnt þau fyrir neytendum, skráð þau á Íslandi og erlendis og með fjárfestingu og vinnu hafa merkin orðið þekkt á markaði. Sú fjárfesting og vinna sem lagt hefur verið í leiðir til þess að vörumerkið verður verðmætt og við það tengist viðskiptavild. Vörumerki verður aldrei þekkt án fyrirhafnar en nær aðeins athygli með mikilli vinnu. Þegar það tekst verða til verðmæti einkum þegar byggð eru upp viðskipti á nýjum mörkuðum. Fyrirtæki það sem ég veiti forstöðu, Santa Maria AB, rekur sögu sína til ársins 1911 þegar stofnað var lítið kryddfyrirtæki í Gautaborg. Á fjórða áratug síðustu aldar keyptu tveir menn fyrirtækið, fjárfest var í vélabúnaði og Santa Maria AB varð með tímanum stærsta fyrirtæki Svíþjóðar á sviði kryddvöru. Nafn fyrirtækisins og vörumerki vísar í nafnið á skipi Kólumbusar, Santa Maria, en hvatinn að siglingum Kólumbusar var sá að leita að styttri og öruggari leið til að flytja mikilvægasta gjaldmiðil þeirra tíma sem var krydd. Nú er vörumerkið Santa Maria leiðandi á norrænum markaði með matvöru sem tengist þjóðmenningu og fyrirtækið byggir meðal annars á þekkingu á kryddi og þjóðlegum mat sem hefur verið byggð upp í langan tíma. Mat sem tengist þjóðmenningu þekkja allir eins og til dæmis kínverskan mat, indverskan mat, tælenskan mat og svo framvegis. Á 15 árum hefur markaður fyrir matvöru sem notuð er í slíka rétti stækkað verulega. Fyrirtækið, Santa Maria AB leggur mikla áherslu á gæði og hefur starfað í nánu samstarfi við Swedish Foods Standard Agency í þeim tilgangi að viðhalda ströngum gæðakröfum. Fyrirtækið hefur haft frumkvæði að umhverfisvænum lausnum við meðhöndlun á hráefni, framleiðslu, og meðferð á úrgangi. Vegna þrotlausrar vinnu og fjárfestinga áratugum saman er vörumerkið Santa Maria nú orðið vel þekkt. Eins og við á um öll þekkt vörumerki þarf að gæta þess sérstaklega að verðmæti þess rýrni ekki. Vörumerki má þannig ekki vanrækja frekar en önnur verðmæti. Þar er einkum um að ræða að koma í veg fyrir notkun á vörumerkinu af hálfu annarra fyrirtækja sem starfa á sama eða skyldu sviði en fleira kemur til. Meðal annars þarf að tryggja að ekki sé fjallað um vörumerkið á niðrandi hátt í fjölmiðlum eða að merkið sé ekki notað þannig að það glati sérkenni sínu. Þá vinnu þarf að vinna á meðan að vörumerkið er notað í viðskiptum. Eins og aðrir eigendur vörumerkja þurfa íslenskir útflytjendur að verja vörumerki sín erlendis. Þá njóta þeir góðs af vörumerkjalögum landanna sem eru að miklu leyti byggð á alþjóðlegri samvinnu. Fyrri hluta árs 2009 urðum við hjá Santa Maria AB vör við að veitingastaður í miðborg Reykjavíkur notaði nafn sem er eins og vörumerki og heiti á fyrirtæki okkar. Um var að ræða duglegt athafnafólk eins og þá sem stofnuðu okkar fyrirtæki árið 1911. Við óskum þeim velgengni og með tímanum mun fyrirtækið væntanlega vaxa og dafna. Haft var samband við eigendur fyrirtækisins og óskað eftir að starfseminni yrði valið annað nafn og væntum við þess að ábending okkar leiðrétti misskilning. Við treystum á samvinnu og velvilja frekar en nauðung og nálgun okkar var byggð á því. Það mátti skilja svörin eða hluta þeirra þannig að eigendur veitingastaðarins vildu virða vörumerkjarétt okkar. Atvik þróuðust þó þannig að við neyddumst til að leggja inn andmæli hjá Einkaleyfastofu gegn umsókn um skráningu á vörumerkinu SANTA MARIA fyrir veitingaþjónustu. Stuttu seinna birtist grein í blaði ykkar þar sem atvikum var ekki rétt lýst. Íslendingar jafnt og aðrir njóta góðs af því til lengri tíma að virða verðmæti sem felast í vörumerkjum. Santa Maria AB á það sameiginlegt með íslenskum fyrirtækjum sem sækja á erlenda markaði að þurfa að treysta á lög þeirra landa sem um ræðir þegar leitast er við að vernda vörumerki fyrirtækjanna. Íslenskur markaður er mikilvægur fyrir Santa Maria AB og ég er fullviss um að hann eigi eftir að stækka enn frekar við endurreisn viðskiptalífsins. Sú endurreisn er þannig ekki aðeins hagur Íslendinga heldur einnig þeirra sem eiga viðskipti við landið. Starfsfólk Santa Maria AB óskar þess jafnframt að íslensk fyrirtæki muni sækja fram á erlendum mörkuðum, að vörumerki þeirra nái fótfestu og njóti þeirrar verndar sem þeim ber. Henrik Billger, forstjóri Santa Maria AB.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun