Fréttaskýringar óskast 21. janúar 2010 06:00 Brynhildur Pétursdóttir skrifar um fjölmiðla. Ég hef oft furðað mig á hversu lítil áhersla er lögð á gerð fréttaskýringaþátta hjá ríkissjónvarpinu. Ýmis mikilvæg málefni eru gjarnan afgreidd þannig að viðmælendur, yfirleitt á öndverðum meiði, eru kallaðir í myndver þar sem þeir láta móðan mása. Þetta er einföld og ódýr aðferð en á ekkert skylt við fréttaskýringar. Áhorfandinn er engu nær og hefur ekki hugmynd um hvað er satt og hvað er logið. Mér finnst með ólíkindum að ekki hafi verið gerður þáttur um Icesave-málið þar sem öllum þekktum staðreyndum er komið á framfæri. Þótt eflaust sé margt óljóst í þessu flókna máli hlýtur að vera hægt að taka saman helstu staðreyndir og útskýra þær fyrir þjóðinni. Að sýningu lokinni er hægt að hleypa álitsgjöfum í myndver þar sem þeir fjalla þá um málið út frá þeim upplýsingum sem þegar hafa komið fram. Slíkt kemur í veg fyrir að fólk haldi uppi rangfærslum vegna þess að það þjónar þeirra hagsmunum eða það einfaldlega veit ekki betur. Ég beini spjótum mínum sérstaklega að ríkissjónvarpinu vegna þess að sjónvarpið er öflugasti miðillinn og einn góður fréttaskýringaþáttur getur haft meiri áhrif en tugir blaðagreina og útvarpsviðtala. Þá finnst mér RÚV hafa þeirri skyldu að gegna að leggja sitt af mörkum til að lyfta umræðunni á hærra plan. Það getur ekki verið hlutverk álitsgjafa eða stjórnmálamanna að útskýra mikilvæg mál fyrir þjóðinni. Það er hlutverk fréttamanna að grafast fyrir um staðreyndir, skoða mál frá öllum hliðum og matreiða niðurstöðuna fyrir áhorfendur á skiljanlegan hátt og ég efast ekki um að starfsfólk ríkissjónvarpsins getur unnið vandaða þætti rétt eins og kollegar þeirra á Norðurlöndunum. Ég er sannfærð um að vandaðar fréttaskýringar eru forsenda fyrir málefnalegri umræðu og vona að aðrir eigendur RÚV séu mér sammála. Höfundur er áhugamanneskja um þjóðfélagsumræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Brynhildur Pétursdóttir skrifar um fjölmiðla. Ég hef oft furðað mig á hversu lítil áhersla er lögð á gerð fréttaskýringaþátta hjá ríkissjónvarpinu. Ýmis mikilvæg málefni eru gjarnan afgreidd þannig að viðmælendur, yfirleitt á öndverðum meiði, eru kallaðir í myndver þar sem þeir láta móðan mása. Þetta er einföld og ódýr aðferð en á ekkert skylt við fréttaskýringar. Áhorfandinn er engu nær og hefur ekki hugmynd um hvað er satt og hvað er logið. Mér finnst með ólíkindum að ekki hafi verið gerður þáttur um Icesave-málið þar sem öllum þekktum staðreyndum er komið á framfæri. Þótt eflaust sé margt óljóst í þessu flókna máli hlýtur að vera hægt að taka saman helstu staðreyndir og útskýra þær fyrir þjóðinni. Að sýningu lokinni er hægt að hleypa álitsgjöfum í myndver þar sem þeir fjalla þá um málið út frá þeim upplýsingum sem þegar hafa komið fram. Slíkt kemur í veg fyrir að fólk haldi uppi rangfærslum vegna þess að það þjónar þeirra hagsmunum eða það einfaldlega veit ekki betur. Ég beini spjótum mínum sérstaklega að ríkissjónvarpinu vegna þess að sjónvarpið er öflugasti miðillinn og einn góður fréttaskýringaþáttur getur haft meiri áhrif en tugir blaðagreina og útvarpsviðtala. Þá finnst mér RÚV hafa þeirri skyldu að gegna að leggja sitt af mörkum til að lyfta umræðunni á hærra plan. Það getur ekki verið hlutverk álitsgjafa eða stjórnmálamanna að útskýra mikilvæg mál fyrir þjóðinni. Það er hlutverk fréttamanna að grafast fyrir um staðreyndir, skoða mál frá öllum hliðum og matreiða niðurstöðuna fyrir áhorfendur á skiljanlegan hátt og ég efast ekki um að starfsfólk ríkissjónvarpsins getur unnið vandaða þætti rétt eins og kollegar þeirra á Norðurlöndunum. Ég er sannfærð um að vandaðar fréttaskýringar eru forsenda fyrir málefnalegri umræðu og vona að aðrir eigendur RÚV séu mér sammála. Höfundur er áhugamanneskja um þjóðfélagsumræðu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar