Erlent

Taka til á toppnum

Hópur fjallgöngumanna er á leið á hæsta fjall jarðar Mount Everest í þeim tilgangi að taka til á fjallinu. Um er að ræða heimamenn í Nepal, svokallaða Sherpa, en stöðugur ágangur fjallgöngumanna á þennan eftirsótta tind hefur gífurlegt rusl í för með sér.

Menn skilja eftir búnað, notaða súrefniskúta og jafnvel fallna félaga og kuldinn sem umlykur tindinn gerir það að verkum að hringrásin verður hægari en ella.

Rúmlega fjögur þúsund manns hafa farið á topp fjallsins frá því það var fyrst klifið af þeim Hillary og Norgay árið 1953, en fjallið er 8848 metra hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×