Erlent

Pabbi vann

Óli Tynes skrifar
Osama Bin Laden.
Osama Bin Laden.

Fjórði elsti sonur Osama Bin Laden segir að Bandaríkjamenn séu miklu betur settir með föður sinn lifandi en dauðan.

Omar Ossama Bin Laden segir í viðtali við Rolling Stone að faðirinn hafi þegar unnið hryðjuverkastríðið vegna þess að hann hafi náð þeim tilgangi sínum að auðmýkja Bandaríkin.

Líklega telji hann sig ekki þurfa þess að gera fleiri stórárásir á landið. Ef hann verði drepinn muni áhangendur hans hinsvegar verða snarbrjálaðir og leita hefnda.

Omar segir einnig að það sé mistök á Barack Obama að senda fleiri hermenn til Afganistans.

-Það er eins og að hella vatni í sand, eins og við arabar segjum. Það gerir sandinn bara þyngri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×