Erlent

Palestinumenn við þröngan kost

Óli Tynes skrifar
Fé vantar til heilsugæslu og skóla fyrir börnin.
Fé vantar til heilsugæslu og skóla fyrir börnin.

Yfirmaður hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem hefur með málefni palestínumanna að gera segir mikinn fjárskort blasa við.

Stofnunin hefur úr 620 milljónum dollara að spila til að aðstoða palestinska flóttamenn í Jórdaníu, Sýrlandi, Líbanon, Vesturbakkanum og á Gaza ströndinni.

Peningunum er varið til heilsugæslu, reksturs skóla og ýmissa félagslegra þátta. Langmestur hluti fjárins kemur frá Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. Olíuauðug arabaríki leggja lítið af mörkum til bræðra sinna.

Filippo Grandi segir að þá bráðvanti 100 milljónir dollara til viðbótar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×