Erlent

Hundruð manna handtekin

Toronto í gær Gríðarleg öryggisgæsla er í borginni og 20 þúsund lögregluþjónar voru við störf í gær.nordicphotos/getty
Toronto í gær Gríðarleg öryggisgæsla er í borginni og 20 þúsund lögregluþjónar voru við störf í gær.nordicphotos/getty

Kanada,AP Þúsundir mótmælenda gengu um götur Toronto í Kanada í gær vegna fundar G20-ríkjanna þar í borg. Hópar börðust við óeirðalögreglu; kveikt var í bílum og rúður brotnar í verslunum og skrifstofubyggingum. Samkvæmt fréttaskeytum í gær höfðu tæplega 500 manns verið handteknir í gærkvöldi. Lögregla gerir ráð fyrir að átök við mótmælendur haldi áfram á meðan fundinum stendur. Engar fregnir hafa þó borist af því að mótmælendur eða lögreglumenn hafi slasast alvarlega til þessa.

Undanfarna daga hefur fjöldi fólks gert tilraunir til þess að komast í gegnum varnargirðingar í kringum fundarstaði. Margir hafa verið vopnaðir bareflum en í fréttum er til þess tekið að lögregla í Kanada hafi höndlað málið vel, þrátt fyrir að handtökur og myndir frá borginni sýni að hart sé tekist á. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×