Erlent

Mannfall hjá Norðmönnum í Afganistan

Óli Tynes skrifar
Frá Afganistan.
Frá Afganistan.

Fjórir norskir hermenn féllu í Afganistan í gærkvöldi og er það mesta einstaka blóðtaka sem Norðmenn hafa orðið fyrir þar í landi.

Varnarmálaráðherra Noregs tárfelldi þegar hún tilkynnti um þetta.

Norðmennirnir voru í hefðbundinni eftirlitsferð þegar brynvagn þeirra ók yfir sprengju í vegkantinum.

Það er algengasta orsök dauðsfalla í liði NATO í Afganistan. Alls hafa þá níu norskir hermenn fallið í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×