Erlent

Kennari myrtur í þýskum iðnskóla

Þýskir lögreglumenn. Mynd úr safni.
Þýskir lögreglumenn. Mynd úr safni. MYND/AP

Kennari við iðnskóla í Ludwigshafen í Þýskalandi beið bana í morgun þegar ráðist var á hann í skólanum. Samkvæmt talsmanni lögreglunnar í borginni hefur 23 ára gamall maður verið handtekinn og var skólinn rýmdur en 3200 nemendur eru við skólann.

Fréttum ber ekki saman um hvernig kennarinn var myrtur. Sumar fréttastöðvar tala um að maðurinn hafi verið vopnaður hnífi en aðrar segja að um skotárás hafi verið að ræða.

Lögregla hefur hinsvegar ekki viljað staðfesta hvernig staðið var að árásinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×