Mikilvægt að standast ágang sérhagsmunahópa 18. febrúar 2010 03:00 Tómas Már og jóhanna Þrátt fyrir mismunandi afstöðu til skattastefnu stjórnvalda voru forstjóri Alcoa á Íslandi og forsætisráðherra sammála um mikilvægi þess að snúa bökum saman til að komast í gegnum kreppuna. Fréttablaðið/GVA Skattastefna stjórnvalda og útþensla hins opinbera var harðlega gagnrýnd á Viðskiptaþingi í gær. Forsætisráðherra segir ríkið verða að taka á sig stærri hlut til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Íslenska skattkerfinu hefur verið umturnað á skömmum tíma, flækjustig og kostnaður aukist og dregið hefur úr hvata til verðmætasköpunar. Þá hefur umhverfi til fjárfestinga orðið lakara og líkur á skattaundanskotum aukist. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræðu Tómasar Más Sigurðssonar, forstjóra Alcoa á Íslandi, á þéttsetnu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í gær. Tómas er jafnframt formaður Viðskiptaráðs. „Það verður því ekki betur séð en að þessi skattastefna stjórnvalda muni skila þveröfugri niðurstöðu og hrekja burt fjármagn og verðmætt vinnuafl. Ef endanlegt markmið stjórnvalda er að verja lífskjör í landinu verða þau að sýna meiri framsýni í skattastefnu sinni,“ sagði hann og vísaði í skoðanakönnun Viðskiptaráðs meðal atvinnurekenda. Í niðurstöðum hennar kemur fram að um helmingur atvinnurekenda telji líkur á að þeir muni fækka starfsfólki á næstu mánuðum. Þá gagnrýndi hann jafnframt útþenslu hins opinbera á síðustu árum, ríkisstarfsmönnum hafi fjölgað um þrjátíu prósent á síðastliðnum árum og útgjöld aukist um helming að raungildi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sagði ekki undan því vikið að ríkið taki á sig stærri hlut til að koma efnahagslífinu aftur á réttan kjöl. Þetta þurfi að gera bæði á ódýrari og einfaldari hátt en áður. Hún sagði hins vegar stærstu áskorun stjórnmálamanna nú þá að standast ágang þrýstihópa og horfa til hagsmuna heildarinnar. Óskaði hún eftir stuðningi Viðskiptaráðs til að standast áganginn. jonab@frettabladid.is Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Skattastefna stjórnvalda og útþensla hins opinbera var harðlega gagnrýnd á Viðskiptaþingi í gær. Forsætisráðherra segir ríkið verða að taka á sig stærri hlut til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Íslenska skattkerfinu hefur verið umturnað á skömmum tíma, flækjustig og kostnaður aukist og dregið hefur úr hvata til verðmætasköpunar. Þá hefur umhverfi til fjárfestinga orðið lakara og líkur á skattaundanskotum aukist. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræðu Tómasar Más Sigurðssonar, forstjóra Alcoa á Íslandi, á þéttsetnu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í gær. Tómas er jafnframt formaður Viðskiptaráðs. „Það verður því ekki betur séð en að þessi skattastefna stjórnvalda muni skila þveröfugri niðurstöðu og hrekja burt fjármagn og verðmætt vinnuafl. Ef endanlegt markmið stjórnvalda er að verja lífskjör í landinu verða þau að sýna meiri framsýni í skattastefnu sinni,“ sagði hann og vísaði í skoðanakönnun Viðskiptaráðs meðal atvinnurekenda. Í niðurstöðum hennar kemur fram að um helmingur atvinnurekenda telji líkur á að þeir muni fækka starfsfólki á næstu mánuðum. Þá gagnrýndi hann jafnframt útþenslu hins opinbera á síðustu árum, ríkisstarfsmönnum hafi fjölgað um þrjátíu prósent á síðastliðnum árum og útgjöld aukist um helming að raungildi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sagði ekki undan því vikið að ríkið taki á sig stærri hlut til að koma efnahagslífinu aftur á réttan kjöl. Þetta þurfi að gera bæði á ódýrari og einfaldari hátt en áður. Hún sagði hins vegar stærstu áskorun stjórnmálamanna nú þá að standast ágang þrýstihópa og horfa til hagsmuna heildarinnar. Óskaði hún eftir stuðningi Viðskiptaráðs til að standast áganginn. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira