Mikilvægt að standast ágang sérhagsmunahópa 18. febrúar 2010 03:00 Tómas Már og jóhanna Þrátt fyrir mismunandi afstöðu til skattastefnu stjórnvalda voru forstjóri Alcoa á Íslandi og forsætisráðherra sammála um mikilvægi þess að snúa bökum saman til að komast í gegnum kreppuna. Fréttablaðið/GVA Skattastefna stjórnvalda og útþensla hins opinbera var harðlega gagnrýnd á Viðskiptaþingi í gær. Forsætisráðherra segir ríkið verða að taka á sig stærri hlut til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Íslenska skattkerfinu hefur verið umturnað á skömmum tíma, flækjustig og kostnaður aukist og dregið hefur úr hvata til verðmætasköpunar. Þá hefur umhverfi til fjárfestinga orðið lakara og líkur á skattaundanskotum aukist. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræðu Tómasar Más Sigurðssonar, forstjóra Alcoa á Íslandi, á þéttsetnu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í gær. Tómas er jafnframt formaður Viðskiptaráðs. „Það verður því ekki betur séð en að þessi skattastefna stjórnvalda muni skila þveröfugri niðurstöðu og hrekja burt fjármagn og verðmætt vinnuafl. Ef endanlegt markmið stjórnvalda er að verja lífskjör í landinu verða þau að sýna meiri framsýni í skattastefnu sinni,“ sagði hann og vísaði í skoðanakönnun Viðskiptaráðs meðal atvinnurekenda. Í niðurstöðum hennar kemur fram að um helmingur atvinnurekenda telji líkur á að þeir muni fækka starfsfólki á næstu mánuðum. Þá gagnrýndi hann jafnframt útþenslu hins opinbera á síðustu árum, ríkisstarfsmönnum hafi fjölgað um þrjátíu prósent á síðastliðnum árum og útgjöld aukist um helming að raungildi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sagði ekki undan því vikið að ríkið taki á sig stærri hlut til að koma efnahagslífinu aftur á réttan kjöl. Þetta þurfi að gera bæði á ódýrari og einfaldari hátt en áður. Hún sagði hins vegar stærstu áskorun stjórnmálamanna nú þá að standast ágang þrýstihópa og horfa til hagsmuna heildarinnar. Óskaði hún eftir stuðningi Viðskiptaráðs til að standast áganginn. jonab@frettabladid.is Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Skattastefna stjórnvalda og útþensla hins opinbera var harðlega gagnrýnd á Viðskiptaþingi í gær. Forsætisráðherra segir ríkið verða að taka á sig stærri hlut til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Íslenska skattkerfinu hefur verið umturnað á skömmum tíma, flækjustig og kostnaður aukist og dregið hefur úr hvata til verðmætasköpunar. Þá hefur umhverfi til fjárfestinga orðið lakara og líkur á skattaundanskotum aukist. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræðu Tómasar Más Sigurðssonar, forstjóra Alcoa á Íslandi, á þéttsetnu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í gær. Tómas er jafnframt formaður Viðskiptaráðs. „Það verður því ekki betur séð en að þessi skattastefna stjórnvalda muni skila þveröfugri niðurstöðu og hrekja burt fjármagn og verðmætt vinnuafl. Ef endanlegt markmið stjórnvalda er að verja lífskjör í landinu verða þau að sýna meiri framsýni í skattastefnu sinni,“ sagði hann og vísaði í skoðanakönnun Viðskiptaráðs meðal atvinnurekenda. Í niðurstöðum hennar kemur fram að um helmingur atvinnurekenda telji líkur á að þeir muni fækka starfsfólki á næstu mánuðum. Þá gagnrýndi hann jafnframt útþenslu hins opinbera á síðustu árum, ríkisstarfsmönnum hafi fjölgað um þrjátíu prósent á síðastliðnum árum og útgjöld aukist um helming að raungildi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sagði ekki undan því vikið að ríkið taki á sig stærri hlut til að koma efnahagslífinu aftur á réttan kjöl. Þetta þurfi að gera bæði á ódýrari og einfaldari hátt en áður. Hún sagði hins vegar stærstu áskorun stjórnmálamanna nú þá að standast ágang þrýstihópa og horfa til hagsmuna heildarinnar. Óskaði hún eftir stuðningi Viðskiptaráðs til að standast áganginn. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun