Erlent

Stærsta snekkja veraldar afhjúpuð

200 metrar að lengd eða á við tvo fótboltavelli.
200 metrar að lengd eða á við tvo fótboltavelli.

Þrátt fyrir að efnahagskerfi heimsins standi enn á brauðfótum meta sumir það sem svo að milljarðamæringar heimsins séu enn tilbúnir til þess að eignast flottar græjur. Risasnekkjan sem gengur undir vinnuheitinu Project 1000 tekur öllu öðru fram þegar kemur að flottum snekkjum.

Báturinn, eða skipið öllu heldur, er enn á teikniborðinu en skipasmiðirnir segja að hægt sé að koma henni fullbúinni á flot innan fimm ára, sé einhver tilbúinn til þess að borga brúsann.

Sá sem gerir það, en snekkjan er talin kosta um einn milljarð bandaríkjadala, gæti klárlega státað af flottasta fleyi heimsins. Snekkjan er litlir 200 metrar að lengd og þar með sú stærsta í heimi. Milljarðarmæringurinn Roman Abramovich á þá stærstu sem nú siglir um heimsins höf en sú nýja er 30 metrum lengri. 30 metra snekkjur þykja reyndar bara þokkalegustu bátar.

Útbúnaðarlistinn er líka nær óendanlegur. Um borð í skipinu er kvikmyndahús á tveimur hæðum, næturklúbbur og þyrlupallur. Þá er gert ráð fyrir því að hægt verði að keyra bíla beint um borð auk þess sem þar verður 30 metra löng sundlaug, spilavíti og spa. Barirnir um borð verða síðan nokkrir.

Hönnuður snekkjunnar er ekki í nokkrum vafa um að kaupandi finnist innan tíðar. „Ef þú ert orðinn vanur því að búa í höll með tugum þjóna þá nennir þú ekkert að vera á einhverri smásnekkju," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×