Erlent

Tíu létust í eldflaugaárás á íbúðarhús

Tíu almennir borgarar létust í dag þegar eldflaug lenti á íbúðarhúsi í suðurhluta Afganistans í dag. Hamid Karzai forseti landsins tilkynnti um þetta fyrir stundu en nú stendur yfir ein mesta sókn NATO herliðsins í landinu frá því innrásin var gerð árið 2001.

Þrátt fyrir þetta segja talsmenn herliðsins að sóknin hafi gengið vel en markmiðið er að hrekja hersveitir talíbana úr borgunum Marjah og Nad Ali í Helmand héraði. Sóknin gengur þó hægt en talíbanar hafa beitt skæruhernaði auk þess sem sprengjum og alls kyns gildrum hefur verið komið fyrir víða um borgirnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×