Umfjöllun: Meistararnir of sterkir fyrir Fjölni í lokin Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2010 22:01 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Vilhelm Í kvöld heimsóttu Fjölnismenn Íslandsmeistara KR í DHL-höllina í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Mikil spenna var allt til loka en KR-ingar kláruðu Fjölni í lok síðasta leikhluta og lokatölur, 80-75. Leikurinn byrjaði ekki vel hjá meisturunum og þeir fundu ekki strax taktinn. Lentu í villuvandræðum og vantaði meiri grimmd. Tommy Johnson var ekki að hitta fyrir utan og það átti eftir að ræsa Pavel Ermolinskij í gang. Aftur á móti voru gestirnir í Fjölni mun sprækari og leiddu fyrsta leikhluta. Christopher Smith var í aðalhlutverki, bæði í vörn og sókn og smitaði frá sér og Fjölnis-liðið virkaði vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 14-17. Það var útlit fyrir að heimamenn ætluðu ekki að leyfa Fjölnismönnum að leiða leikinn neitt mikið lengur og miklu meiri stemning í liðinu í öðrum leikhluta. Leikurinn jafnaðist strax í upphafi og það var líkt og meistararnir væru vaknaðir. Gestirnir í Fjölni voru ekki alveg á því að láta leikinn í hendurnar á heimamönnum og svöruðu grimmt. Arnþór Freyr Guðmundsson átti mikilvæga körfu undir lok annars leikhluta og kom Fjölni yfir á nýjan leik. Cristopher Smith í formi með þrettán stig og Fjölnir leiddi í hálfleik, 35-37. Þriðji leikhlutinn var mikil spenna. Það var hnífjafnt og bæði lið að spila góðan sóknarleik, en gestirnir voru þó alltaf skrefinu á undan. Brynjar Þór Björnsson minnti á sig og setti tvo þrista. Finnur Atli Magnússon lærði af honum, setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu og meistararnir loks með forystuna. Sama sagan hélt áfram og Fjölnir héldu áfram að spila frábærlega. Engin breyting varð á í lok þriðja leikhluta, Gestirnir leiddu, staðan 56-57 í stórskemmtilegum leik. Fjölnir spiluðu sinn leik áfram, með meistarana brjálaða og hungraða í að styrkja stöðu sína enn frekar á toppnum. Spennan var gríðarleg í höllinni allt fram til loka. Darri Hilmarsson var frábær í leiknum og var heldur betur mikilvægur í lok leiksins. Darri var með sex stig í röð og minnkaði stöðuna í eitt stig þegar tvær mínútur lifðu eftir á klukkunni. KR-ingar unnu boltann í kjölfarið og komust yfir eftir langa bið. Því miður fyrir gestina þá varð ákveðið reynsluleysi Fjölni að falli og þeir virtust ekki höndla pressuna í lokin eftir að liðið hafði spilað frábærlega mest allan leikinn. Lokatölur sem fyrr segir, 80-75, í bráðskemmtilegum leik. Darri Hilmarsson fór mikinn í liðið heimamanna, var kraftmikill og lykillinn að sigri meistaranna þetta kvöldið. Darri var stigahæstur með tuttugu og tvö stig. Steig upp meðan að aðrir lykilmenn létu lítið fyrir sér fara og kláraði leikinn. Cristopher Smith var stigahæstur í liði Fjölnis með tuttugu og átta stig en hann var allt í öllu hjá gestunum en því miður dugði það ekki að þessu sinni fyrir Fjölnis-menn. Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Í kvöld heimsóttu Fjölnismenn Íslandsmeistara KR í DHL-höllina í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Mikil spenna var allt til loka en KR-ingar kláruðu Fjölni í lok síðasta leikhluta og lokatölur, 80-75. Leikurinn byrjaði ekki vel hjá meisturunum og þeir fundu ekki strax taktinn. Lentu í villuvandræðum og vantaði meiri grimmd. Tommy Johnson var ekki að hitta fyrir utan og það átti eftir að ræsa Pavel Ermolinskij í gang. Aftur á móti voru gestirnir í Fjölni mun sprækari og leiddu fyrsta leikhluta. Christopher Smith var í aðalhlutverki, bæði í vörn og sókn og smitaði frá sér og Fjölnis-liðið virkaði vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 14-17. Það var útlit fyrir að heimamenn ætluðu ekki að leyfa Fjölnismönnum að leiða leikinn neitt mikið lengur og miklu meiri stemning í liðinu í öðrum leikhluta. Leikurinn jafnaðist strax í upphafi og það var líkt og meistararnir væru vaknaðir. Gestirnir í Fjölni voru ekki alveg á því að láta leikinn í hendurnar á heimamönnum og svöruðu grimmt. Arnþór Freyr Guðmundsson átti mikilvæga körfu undir lok annars leikhluta og kom Fjölni yfir á nýjan leik. Cristopher Smith í formi með þrettán stig og Fjölnir leiddi í hálfleik, 35-37. Þriðji leikhlutinn var mikil spenna. Það var hnífjafnt og bæði lið að spila góðan sóknarleik, en gestirnir voru þó alltaf skrefinu á undan. Brynjar Þór Björnsson minnti á sig og setti tvo þrista. Finnur Atli Magnússon lærði af honum, setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu og meistararnir loks með forystuna. Sama sagan hélt áfram og Fjölnir héldu áfram að spila frábærlega. Engin breyting varð á í lok þriðja leikhluta, Gestirnir leiddu, staðan 56-57 í stórskemmtilegum leik. Fjölnir spiluðu sinn leik áfram, með meistarana brjálaða og hungraða í að styrkja stöðu sína enn frekar á toppnum. Spennan var gríðarleg í höllinni allt fram til loka. Darri Hilmarsson var frábær í leiknum og var heldur betur mikilvægur í lok leiksins. Darri var með sex stig í röð og minnkaði stöðuna í eitt stig þegar tvær mínútur lifðu eftir á klukkunni. KR-ingar unnu boltann í kjölfarið og komust yfir eftir langa bið. Því miður fyrir gestina þá varð ákveðið reynsluleysi Fjölni að falli og þeir virtust ekki höndla pressuna í lokin eftir að liðið hafði spilað frábærlega mest allan leikinn. Lokatölur sem fyrr segir, 80-75, í bráðskemmtilegum leik. Darri Hilmarsson fór mikinn í liðið heimamanna, var kraftmikill og lykillinn að sigri meistaranna þetta kvöldið. Darri var stigahæstur með tuttugu og tvö stig. Steig upp meðan að aðrir lykilmenn létu lítið fyrir sér fara og kláraði leikinn. Cristopher Smith var stigahæstur í liði Fjölnis með tuttugu og átta stig en hann var allt í öllu hjá gestunum en því miður dugði það ekki að þessu sinni fyrir Fjölnis-menn.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira