Viðskipti innlent

Lánshæfimat ÍLS einnig sett á stöðugar horfur

Matsfyrirtækið Moody's greindi frá því í dag að það hefði breytt horfum á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs (ÍLS), sem er Baa3, í stöðugar úr neikvæðum.

Í frétt um málið á vefsíði ÍLS segir að breyting á horfum um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs er gerð í kjölfar breytingar á horfum um lánshæfismat ríkissjóðs Íslands í stöðugar úr neikvæðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×