Jöfn tækifæri barna til frístunda Dofri Hermannsson skrifar 25. janúar 2010 17:16 Frístundakortið hefur sannað gildi sitt og er mikilvægur stuðningur við frístundastarf barna og unglinga. Þó vekur athygli að notkun þess er minni hjá tekjulægstu fjölskyldunum en hjá fjölskyldum með meðaltekjur. Á þessu kunna að vera nokkrar skýringar en ein þeirra er augljós - þau komast ekki. Það vita flestir sem eiga börn að frístundir eru sjaldnast í göngu eða strætófæri frá heimilinu og það eru ekki öll börn svo heppin að eiga foreldra sem eru í aðstöðu til að skutla þeim til og frá. Þótt frístundastarf sé ekki hluti af lögboðinni grunnþjónustu eru flestir sammála um að það hefur mikil áhrif á félagsmótun og forvarnargildi þess er ótvírætt. Því er afar óréttlátt að þjónusta sem er að hluta greidd með útsvarstekjum skuli ekki standa öllum jafnt til boða í raun. Þessu þarf að breyta. Ég hef ásamt hverfisráði Grafarvogs beitt mér fyrir mótun grænnar samgöngustefnu í Grafarvogi. Mikilvægur þáttur í henni er að draga úr þörfinni fyrir skutl foreldra með börn í frístundastarf en til þess mætti tvær leiðir. Í fyrsta lagi að samræma strætó og frístundastarfið svo stálpuð börn geti tekið strætó til og frá innan hverfisins. Í öðru lagi að starfa með íþróttafélaginu Fjölni að íþróttaskóla fyrir 6-8 ára börn í öllum skólum hverfisins. Sama á við um annað frístundastarf sem hægt væri að koma fyrir í grunnskólunum en þar er samstarf skólahljómsveitar Grafarvogs og grunnskóla gott fordæmi. Nú þegar bæði borg og borgarbúar hafa minna á milli handanna er um að gera að finna leiðir til að hagræða án þess að það komi niður á lífsgæðum okkar. Með því að draga úr þörf fyrir skutlið má ná fram mikilli hagræðingu og jafna tækifæri reykvískra barna til að stunda frístundir. Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi. Höfundur býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Frístundakortið hefur sannað gildi sitt og er mikilvægur stuðningur við frístundastarf barna og unglinga. Þó vekur athygli að notkun þess er minni hjá tekjulægstu fjölskyldunum en hjá fjölskyldum með meðaltekjur. Á þessu kunna að vera nokkrar skýringar en ein þeirra er augljós - þau komast ekki. Það vita flestir sem eiga börn að frístundir eru sjaldnast í göngu eða strætófæri frá heimilinu og það eru ekki öll börn svo heppin að eiga foreldra sem eru í aðstöðu til að skutla þeim til og frá. Þótt frístundastarf sé ekki hluti af lögboðinni grunnþjónustu eru flestir sammála um að það hefur mikil áhrif á félagsmótun og forvarnargildi þess er ótvírætt. Því er afar óréttlátt að þjónusta sem er að hluta greidd með útsvarstekjum skuli ekki standa öllum jafnt til boða í raun. Þessu þarf að breyta. Ég hef ásamt hverfisráði Grafarvogs beitt mér fyrir mótun grænnar samgöngustefnu í Grafarvogi. Mikilvægur þáttur í henni er að draga úr þörfinni fyrir skutl foreldra með börn í frístundastarf en til þess mætti tvær leiðir. Í fyrsta lagi að samræma strætó og frístundastarfið svo stálpuð börn geti tekið strætó til og frá innan hverfisins. Í öðru lagi að starfa með íþróttafélaginu Fjölni að íþróttaskóla fyrir 6-8 ára börn í öllum skólum hverfisins. Sama á við um annað frístundastarf sem hægt væri að koma fyrir í grunnskólunum en þar er samstarf skólahljómsveitar Grafarvogs og grunnskóla gott fordæmi. Nú þegar bæði borg og borgarbúar hafa minna á milli handanna er um að gera að finna leiðir til að hagræða án þess að það komi niður á lífsgæðum okkar. Með því að draga úr þörf fyrir skutlið má ná fram mikilli hagræðingu og jafna tækifæri reykvískra barna til að stunda frístundir. Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi. Höfundur býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun