Beint lýðræði í næstu kosningum Sverrir Björnsson skrifar 31. maí 2010 06:00 Í fyrsta sinn í sögunni frá því í Grikklandi hinu forna og Alþingi á landnámsöld er tæknilega hægt að koma á fullkomnasta formi lýðræðis, beinu lýðræði. Beint lýðræði þar sem kjörgengir borgarar kjósa beint og milliliðalaust um öll mál. Lykillinn er netið, því nú er tæknilega einfalt og öruggt að kjósa um netið. Við búum við fulltrúalýðræði en það þýðir ekki að ómögulegt sé að koma á beinu lýðræði innan þess kerfis. Það þarf nýtt framboð til þings sem vinnur í beinu lýðræði í öllum málum. Það er að segja; kjósendur framboðsins ráða hvernig þingmenn listans greiða atkvæði í einstökum málum. Hugmyndafræðin byggir á að fólki sé treystandi til að taka ákvarðanir, sem að mínu viti er margsannað mál. Þingmenn framboðsins hafa það hlutverk að skilja og skýra málin fyrir kjósendum á vel hönnuðu vefsvæði. Þar settu þingmenn fram kosti og galla og sína afstöðu til málanna. Hvers vegna með og hvers vegna á móti. Allir geta komið fram skoðun sinni á málum á lýðræðisvefnum og skoðað málin á einfaldan og skipulegan hátt. (hönnun vefsins þarf að vera mikil snilld.) Síðan kjósa stuðningsmenn/kjósendur framboðsins rafrænt um vefinn á sama hátt og hnapparnir á borðum þingamnna, Já , nei, sit hjá og geta einnig gert grein fyrir atkvæði sínu. Niðurstöðurnar eru bindandi fyrir þingmenn framboðsins og þeim er skylt að greiða atkvæði á þingi í samræmi við niðurstöðuna. Tökum dæmi þar sem framboðið hefur 5 þingmenn. Ef 60% kjósenda framboðsins er með ákveðnu máli 20% á móti og 20% vilja sitja hjá greiða 3 þingmenn (60% þingmanna) atkvæði með, 1 á móti (20% á) og einn situr hjá (20%. ) Réttur minnihlutans til að hafa áhrif er mikilvægur þáttur í lýðræði. Vel mætti hugsa sér að það þyrfti ákveðna þátttöku í einstökum atkvæðagreiðslum meðal kjósenda t.d. 30% til að niðurstaðan verði bindandi. Ef þátttaka væri minni sætu þingmenn hjá eða greiddu atkvæði í samræmi við sínar skoðanir. Prófkjör færu að sjálfsögðu fram um netið. Fólk sem hefði áhuga setti inn upplýsingar um sig inná staðlað netform sem væntanlegir kjósendur skoða og velja síðan frambjóðendur með músarsmelli. Fáránlegt, já, nýstárlegt, já, byltingarkennt, já, gagnlegt, já, framkvæmanlegt, já. Hver framkvæmir? Til dæmis er Hugmyndaráðuneytið kraftmikill vettvangur nýrra lausna í samfélaginu. Þar er þekking og vilji til að reyna nýjar leiðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni frá því í Grikklandi hinu forna og Alþingi á landnámsöld er tæknilega hægt að koma á fullkomnasta formi lýðræðis, beinu lýðræði. Beint lýðræði þar sem kjörgengir borgarar kjósa beint og milliliðalaust um öll mál. Lykillinn er netið, því nú er tæknilega einfalt og öruggt að kjósa um netið. Við búum við fulltrúalýðræði en það þýðir ekki að ómögulegt sé að koma á beinu lýðræði innan þess kerfis. Það þarf nýtt framboð til þings sem vinnur í beinu lýðræði í öllum málum. Það er að segja; kjósendur framboðsins ráða hvernig þingmenn listans greiða atkvæði í einstökum málum. Hugmyndafræðin byggir á að fólki sé treystandi til að taka ákvarðanir, sem að mínu viti er margsannað mál. Þingmenn framboðsins hafa það hlutverk að skilja og skýra málin fyrir kjósendum á vel hönnuðu vefsvæði. Þar settu þingmenn fram kosti og galla og sína afstöðu til málanna. Hvers vegna með og hvers vegna á móti. Allir geta komið fram skoðun sinni á málum á lýðræðisvefnum og skoðað málin á einfaldan og skipulegan hátt. (hönnun vefsins þarf að vera mikil snilld.) Síðan kjósa stuðningsmenn/kjósendur framboðsins rafrænt um vefinn á sama hátt og hnapparnir á borðum þingamnna, Já , nei, sit hjá og geta einnig gert grein fyrir atkvæði sínu. Niðurstöðurnar eru bindandi fyrir þingmenn framboðsins og þeim er skylt að greiða atkvæði á þingi í samræmi við niðurstöðuna. Tökum dæmi þar sem framboðið hefur 5 þingmenn. Ef 60% kjósenda framboðsins er með ákveðnu máli 20% á móti og 20% vilja sitja hjá greiða 3 þingmenn (60% þingmanna) atkvæði með, 1 á móti (20% á) og einn situr hjá (20%. ) Réttur minnihlutans til að hafa áhrif er mikilvægur þáttur í lýðræði. Vel mætti hugsa sér að það þyrfti ákveðna þátttöku í einstökum atkvæðagreiðslum meðal kjósenda t.d. 30% til að niðurstaðan verði bindandi. Ef þátttaka væri minni sætu þingmenn hjá eða greiddu atkvæði í samræmi við sínar skoðanir. Prófkjör færu að sjálfsögðu fram um netið. Fólk sem hefði áhuga setti inn upplýsingar um sig inná staðlað netform sem væntanlegir kjósendur skoða og velja síðan frambjóðendur með músarsmelli. Fáránlegt, já, nýstárlegt, já, byltingarkennt, já, gagnlegt, já, framkvæmanlegt, já. Hver framkvæmir? Til dæmis er Hugmyndaráðuneytið kraftmikill vettvangur nýrra lausna í samfélaginu. Þar er þekking og vilji til að reyna nýjar leiðir.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar