Eru leikskólastjórar óþarfir Anna Margrét Ólafsdóttir skrifar 27. nóvember 2010 04:30 Ég er svo heppin að vera í skemmtilegasta starfi í heimi með stórkostlegum vinnufélögum. Á mínum vinnustað leika og starfa tæplega 100 manns á aldrinum 1 árs til 65 ára. Ég er leikskólastjóri og hef notið þess í níu ár. Leikskólastjórastarfið er mjög fjölbreytt, verkefnin mörg og mismunandi og ég hlakka til að fara í vinnuna á hverjum morgni. En hvaða máli skiptir leikskólastjórinn í leikskólanum og hvert er hans hlutverk? Fyrir utan augljós verkefni sem lúta að almennum rekstri leikskólans er leikskólastjórinn að mínu mati límið í góðu leikskólastarfi, hann þarf að vera faglegur leiðtogi í sínum skóla, góð fyrirmynd og góður í samskiptum. Nærvera leikskólastjórans í leikskólanum skiptir miklu máli í því samhengi. Nánast daglega koma upp stór og smá vandamál sem þarf að leysa. Að geta tekið þátt í daglegu starfi leikskólans er í mínum huga nauðsynlegur þáttur í starfi leikskólastjórans. Á þann hátt myndast góð og mikilvæg tengsl við starfsfólkið, börnin og ekki síður foreldrana. Þessi góðu tengsl eru svo grunnurinn að því trausti sem myndast á milli þessara aðila og gerir góðan leikskóla betri. Mikilvægt er fyrir foreldra að hafa greiðan aðgang að leikskólastjóra og notalegt spjall í upphafi eða lok dags styrkir samskiptin. Spjall við börnin í fataherbergi eða við matarborð og eltingaleikur í garðinum er gefandi auk þess sem það veitir leikskólastjóranum góða innsýn í líðan barnanna. Nýverið tók til starfa á vegum borgarráðs starfshópur undir stjórn Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs. Þessi hópur á fyrir 1. febrúar 2011 að vera búinn að útfæra og tímasetja tillögur til næstu fjögurra ára á mögulegum sameiningarkostum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þá á hópurinn að greina faglegan og fjárhagslegan ávinning við hvern sameiningarkost. Verkefnið er því ekki lítið, og það á að klára á innan við þremur mánuðum. Desember er handan við hornið og hópurinn hefur aðeins fundað einu sinni. Hverju á þetta að skila börnunum, foreldrunum og samfélaginu í leikskólunum? Hvaða fjárhagslega ávinningi ætlar borgin að ná fram með þessum sameiningum? Að gefa sér ekki lengri tíma en fram í febrúar til að takast á við svona stórt verkefni þykir mér undarleg stefnumótun og ég er viss um að enginn leikskólastjóri í borginni myndi leggja til grundvallarbreytingar í sínum leikskóla án þess að undirbúa sig betur en þetta. Leikskólar í Reykjavík hafa á tyllidögum verið kallaðir flaggskip borgarinnar enda eru þeir flestir til fyrirmyndar í fjármálarekstri sem og þeirri þjónustu sem þeir veita. Kannanir leikskólasviðs hafa í gegnum tíðina sýnt gríðarlega ánægju foreldra með leikskóla borgarinnar. En nú á að ráðast gegn þessu fyrsta skólastigi barnanna sem að mínu mati er á heimsmælikvarða og við höfum hingað til getað talað um með stolti við kollega okkar í öðrum löndum. Leikskólastjóri er allt í einu gerður óþarfur í leikskólanum og hans hlutverk í sameinuðum skólum mun gera það að verkum að hann fjarlægist það samfélag sem hver leikskóli er. Hann þarf að skipta sér á milli vinnustaða og það blasir við að þau nánu tengsl sem hann á í dag við samstarfsfólk sitt, börnin og foreldrana verða á allt öðrum nótum en það sem þekkist í dag. Það er að mínu mati stórt skref afturábak. Ég á erfitt með að sjá faglegan ávinning af sameiningu leikskóla nema í sérstökum undantekningartilfellum. Hvað varðar fjárhagslegan ávinning held ég að málið sé ekki eins einfalt og haldið hefur verið fram í umræðunni. Breytingarnar kosta líka peninga og fórnarkostnaðurinn fyrir samfélagið á leikskólanum er ekki mælanlegur í peningum. Svo er líklegast að það sem sparast í bókhaldi nokkurra leikskóla við það að færa þjónustuna fjær börnum og foreldrum komi fram í hærri skrifstofu- og sérfræðikostnaði í öðrum dálkum í bókhaldi borgarinnar. Í dag eru leikskólastjórar borgarinnar eingöngu konur og mun þessi fyrirhugaða aðgerð höggva stórt skarð í hóp kvenstjórnenda borgarinnar. Þar sem sameiningar verða mun stjórnendum verða sagt upp störfum og ný stjórnendastaða auglýst laus til umsóknar. Mikið óöryggi er í hópi stjórnenda í leikskólum borgarinnar og þar er fólk nú uggandi um sinn skóla og sitt starf. Ég skora á borgaryfirvöld að endurskoða þessa aðgerð, gefa sér lengri tíma en þrjá mánuði í að kanna kostina og gallana. Það er röng forgangsröðun að skera niður hjá yngstu borgurunum, börnunum sem eru að stíga sín fyrstu skref í samfélaginu. Þau á að setja í forgang, það er faglegur og fjárhagslegur ávinningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég er svo heppin að vera í skemmtilegasta starfi í heimi með stórkostlegum vinnufélögum. Á mínum vinnustað leika og starfa tæplega 100 manns á aldrinum 1 árs til 65 ára. Ég er leikskólastjóri og hef notið þess í níu ár. Leikskólastjórastarfið er mjög fjölbreytt, verkefnin mörg og mismunandi og ég hlakka til að fara í vinnuna á hverjum morgni. En hvaða máli skiptir leikskólastjórinn í leikskólanum og hvert er hans hlutverk? Fyrir utan augljós verkefni sem lúta að almennum rekstri leikskólans er leikskólastjórinn að mínu mati límið í góðu leikskólastarfi, hann þarf að vera faglegur leiðtogi í sínum skóla, góð fyrirmynd og góður í samskiptum. Nærvera leikskólastjórans í leikskólanum skiptir miklu máli í því samhengi. Nánast daglega koma upp stór og smá vandamál sem þarf að leysa. Að geta tekið þátt í daglegu starfi leikskólans er í mínum huga nauðsynlegur þáttur í starfi leikskólastjórans. Á þann hátt myndast góð og mikilvæg tengsl við starfsfólkið, börnin og ekki síður foreldrana. Þessi góðu tengsl eru svo grunnurinn að því trausti sem myndast á milli þessara aðila og gerir góðan leikskóla betri. Mikilvægt er fyrir foreldra að hafa greiðan aðgang að leikskólastjóra og notalegt spjall í upphafi eða lok dags styrkir samskiptin. Spjall við börnin í fataherbergi eða við matarborð og eltingaleikur í garðinum er gefandi auk þess sem það veitir leikskólastjóranum góða innsýn í líðan barnanna. Nýverið tók til starfa á vegum borgarráðs starfshópur undir stjórn Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs. Þessi hópur á fyrir 1. febrúar 2011 að vera búinn að útfæra og tímasetja tillögur til næstu fjögurra ára á mögulegum sameiningarkostum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þá á hópurinn að greina faglegan og fjárhagslegan ávinning við hvern sameiningarkost. Verkefnið er því ekki lítið, og það á að klára á innan við þremur mánuðum. Desember er handan við hornið og hópurinn hefur aðeins fundað einu sinni. Hverju á þetta að skila börnunum, foreldrunum og samfélaginu í leikskólunum? Hvaða fjárhagslega ávinningi ætlar borgin að ná fram með þessum sameiningum? Að gefa sér ekki lengri tíma en fram í febrúar til að takast á við svona stórt verkefni þykir mér undarleg stefnumótun og ég er viss um að enginn leikskólastjóri í borginni myndi leggja til grundvallarbreytingar í sínum leikskóla án þess að undirbúa sig betur en þetta. Leikskólar í Reykjavík hafa á tyllidögum verið kallaðir flaggskip borgarinnar enda eru þeir flestir til fyrirmyndar í fjármálarekstri sem og þeirri þjónustu sem þeir veita. Kannanir leikskólasviðs hafa í gegnum tíðina sýnt gríðarlega ánægju foreldra með leikskóla borgarinnar. En nú á að ráðast gegn þessu fyrsta skólastigi barnanna sem að mínu mati er á heimsmælikvarða og við höfum hingað til getað talað um með stolti við kollega okkar í öðrum löndum. Leikskólastjóri er allt í einu gerður óþarfur í leikskólanum og hans hlutverk í sameinuðum skólum mun gera það að verkum að hann fjarlægist það samfélag sem hver leikskóli er. Hann þarf að skipta sér á milli vinnustaða og það blasir við að þau nánu tengsl sem hann á í dag við samstarfsfólk sitt, börnin og foreldrana verða á allt öðrum nótum en það sem þekkist í dag. Það er að mínu mati stórt skref afturábak. Ég á erfitt með að sjá faglegan ávinning af sameiningu leikskóla nema í sérstökum undantekningartilfellum. Hvað varðar fjárhagslegan ávinning held ég að málið sé ekki eins einfalt og haldið hefur verið fram í umræðunni. Breytingarnar kosta líka peninga og fórnarkostnaðurinn fyrir samfélagið á leikskólanum er ekki mælanlegur í peningum. Svo er líklegast að það sem sparast í bókhaldi nokkurra leikskóla við það að færa þjónustuna fjær börnum og foreldrum komi fram í hærri skrifstofu- og sérfræðikostnaði í öðrum dálkum í bókhaldi borgarinnar. Í dag eru leikskólastjórar borgarinnar eingöngu konur og mun þessi fyrirhugaða aðgerð höggva stórt skarð í hóp kvenstjórnenda borgarinnar. Þar sem sameiningar verða mun stjórnendum verða sagt upp störfum og ný stjórnendastaða auglýst laus til umsóknar. Mikið óöryggi er í hópi stjórnenda í leikskólum borgarinnar og þar er fólk nú uggandi um sinn skóla og sitt starf. Ég skora á borgaryfirvöld að endurskoða þessa aðgerð, gefa sér lengri tíma en þrjá mánuði í að kanna kostina og gallana. Það er röng forgangsröðun að skera niður hjá yngstu borgurunum, börnunum sem eru að stíga sín fyrstu skref í samfélaginu. Þau á að setja í forgang, það er faglegur og fjárhagslegur ávinningur.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun