Handbolti

Guðmundur: Fundur og svo annar fundur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. Mynd/DIENER
Guðmundur Guðmundsson var í þann mun að fara á fund með leikmönnum íslenska landsliðsins þegar að Vísir náði tali af honum á hóteli liðsins í Vínarborg í dag.

„Við þurfum að finna réttu taktíkina fyrir þennan leik og munum nú fara yfir það á þessum fundi," sagði Guðmundur.

„Við munum núna útfæra hjá okkur sóknar- og varnarleikinn og í raun allan pakkann. Við eigum eftir svo að liggja yfir þessu enn meira."

„Þetta er ekki búið. Það er þessi fundur og svo annar fundur. Við munum liggja yfir þessu í dag og fáum svo niðurstöðu í þetta. Þetta er einn þáttur í undirbúningi okkar fyrir leikinn."

Hann á von á erfiðum leik gegn Noregi á morgun en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti í undanúrslitum EM í Austurríki.

„Þetta verður erfiður leikur. Við erum að fara að spila við gott lið. Við erum ákveðnir í að standa okkur og vinna leikinn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×