Dagur fékk sekt og hálfs árs skilorðsbundið bann Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar 27. janúar 2010 15:00 Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Austurríkis. Mynd/DIENER/Leena Manhart Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Austurríkis, hefur verið sektaður um 2000 evrur og dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið bann af Evrópska handboltasambandinu.Dagur fékk að líta rauða spjaldið í leik Austurríkis og Króatíu í gær. En þar sem bannið er skilorðsbundið fær hann að sitja á bekknum þegar að Austurríki mætir Rússlandi í lokaleik sínum í keppninni á morgun.Hann sagði í viðtali við Vísi í dag að hann taldi austurríska liðið hafa fengið ósanngjarna meðferð hjá eftirlitsmanni EHF á leiknum. Hann hafi ekki verið ósáttur við dómara leiksins.„Hann var að setja út á það að við vorum að standa upp í gríð og erg - jafnvel þótt að við höfum verið að fagna marki," sagði Dagur.„En það má svo sjá þegar maður skoðar leikinn að strax á fyrstu mínútu og í fyrstu sókn okkar í leiknum stendur króatíski þjálfarinn upp og veður beint í eftirlitsmanninn. Stór þjóð eins og Króatía græðir á því að búa til svona pressu strax í byrjun og þeir vita vel af því."„Mér fannst því eftirlitsmaðurinn einfaldlega kikna í hnjánum."Dagur þarf þó ekki að greiða sektina sjálfur. „Handboltasambandið ætlar að greiða sektina og styrkja svo gott málefni um tvö þúsund evrur til að sýna lit," sagði hann.Austurríki á engan möguleika á sæti í undanúrslitum og leikur því sinn síðasta leik í keppninni gegn Rússlandi á morgun.„Það situr vissulega smá reiði í okkur og ég á því von á hörkuleik. Rússarnir eru með betra lið á pappírnum eins og reyndar öll önnur lið í riðlinum. En við höfum sýnt að það verður ekkert gefist upp fyrr en leiktíminn rennur út."Hann segist vera afar ánægður með frammistöðu sinna manna á mótinu til þessa.„Við höfum spilað frábærlega í öllum fimm leikjunum. Það hefur ekki komið þessi slæmi kafli sem maður átti von á. Ég er himinlifandi með það. Strákarnir gefast líka aldrei upp og það er íslenskt hjarta í því." Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Austurríkis, hefur verið sektaður um 2000 evrur og dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið bann af Evrópska handboltasambandinu.Dagur fékk að líta rauða spjaldið í leik Austurríkis og Króatíu í gær. En þar sem bannið er skilorðsbundið fær hann að sitja á bekknum þegar að Austurríki mætir Rússlandi í lokaleik sínum í keppninni á morgun.Hann sagði í viðtali við Vísi í dag að hann taldi austurríska liðið hafa fengið ósanngjarna meðferð hjá eftirlitsmanni EHF á leiknum. Hann hafi ekki verið ósáttur við dómara leiksins.„Hann var að setja út á það að við vorum að standa upp í gríð og erg - jafnvel þótt að við höfum verið að fagna marki," sagði Dagur.„En það má svo sjá þegar maður skoðar leikinn að strax á fyrstu mínútu og í fyrstu sókn okkar í leiknum stendur króatíski þjálfarinn upp og veður beint í eftirlitsmanninn. Stór þjóð eins og Króatía græðir á því að búa til svona pressu strax í byrjun og þeir vita vel af því."„Mér fannst því eftirlitsmaðurinn einfaldlega kikna í hnjánum."Dagur þarf þó ekki að greiða sektina sjálfur. „Handboltasambandið ætlar að greiða sektina og styrkja svo gott málefni um tvö þúsund evrur til að sýna lit," sagði hann.Austurríki á engan möguleika á sæti í undanúrslitum og leikur því sinn síðasta leik í keppninni gegn Rússlandi á morgun.„Það situr vissulega smá reiði í okkur og ég á því von á hörkuleik. Rússarnir eru með betra lið á pappírnum eins og reyndar öll önnur lið í riðlinum. En við höfum sýnt að það verður ekkert gefist upp fyrr en leiktíminn rennur út."Hann segist vera afar ánægður með frammistöðu sinna manna á mótinu til þessa.„Við höfum spilað frábærlega í öllum fimm leikjunum. Það hefur ekki komið þessi slæmi kafli sem maður átti von á. Ég er himinlifandi með það. Strákarnir gefast líka aldrei upp og það er íslenskt hjarta í því."
Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira