Áhrif fyrningarleiðarinnar 27. janúar 2010 06:00 Páll Snorrason skrifar um sjávarútvegsmál Eftir hrun íslenska bankakerfisins er ástandið erfitt á Íslandi og fjölmörg heimili og fyrirtæki berjast í bökkum og bíða eftir að stjórnvöld slái um okkur skjaldborg og marki stefnuna til endurreisnar. Undirritaður átti síst af öllu von á því að stórar breytingar yrðu gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á þessum tímamótum og það er ljóst að innköllun aflaheimilda verður ekki til þess að skapa einhverja „sátt“ í atvinnugreininni. Í stað þess að vinna með fólkinu í greininni að skynsamlegum endurbótum hafa stjórnvöld frekar alið á sundrungu og skeyta í engu um afleiðingar óábyrgrar stefnu í atvinnumálum þjóðarinnar. Ég efast um að nokkrum lögum hafi verið breytt oftar en lögunum um stjórn fiskveiða. Það hefur aðallega verið gert vegna hagsmunaárekstra milli aðila innan kerfisins og nú næstum 30 árum síðar höfum við í höndunum fiskveiðistjórnunarkerfi sem verndar fiskistofnana undir miklu eftirliti en er jafnframt markaðsdrifið, sveigjanlegt og það skilar sem betur fer töluverðum afrakstri til þjóðarinnar. Spurningin er: Getum við gert enn betur? Eskja hf. og starfsfólk þess og allt byggðarlagið hefur ekki farið varhluta af þeim breytingum sem orðið hafa á löggjöfinni og þá einnig á lífríki sjávar. Fyrir utan þær breytingar, sveiflur og óvissuástand sem tengist lífríkinu og úthlutun aflaheimilda á hverju ári höfum við síðustu ár upplifað mestu skerðingu aflaheimilda frá upphafi og hrun allra bankanna í ofanálag. Í skjóli núverandi kerfis hefur Eskja hf. eins og flestöll sjávarútvegsfyrirtækin komist í gegnum þessar þrengingar en það hefur ekki gerst af sjálfu sér. Ég get hins vegar fullyrt að fyrning aflaheimilda muni leiða til gjaldþrots fyrirtækis okkar á skömmum tíma. Íslenskur sjávarútvegur er markaðsdrifinn útflutningsiðnaður í mikilli samkeppni við aðrar fiskveiðiþjóðir og til þess að geta keppt við þær og einnig við önnur matvæli þurfum við að búa við eins gott rekstrarumhverfi og hugsast getur. Lykilorðið í því er stöðugleiki. Þrátt fyrir alla óvissuna sem náttúran ein og sér ber með sér er núverandi aflamarkskerfi eina rökrétta svarið til að geta stundað ábatasamt og áreiðanlegt markaðs- og sölustarf á íslensku sjávarfangi. Virðiskeðjan er frá veiðum til neyslu og í framseljanlegu aflamarkskerfi mun greinin sjálf laga sig að afrakstursgetu nytjastofnana og samhliða öflugu markaðsstarfi velja hagkvæmustu nýtingu auðlindarinnar hverju sinni. Ég er sannfærður um að kostir núverandi kerfis eru mun fleiri en gallarnir. Ég tel að innan kerfisins getum við gert betur og í framtíðinni mun það felast í betri nýtingu á okkar afurðum og vöruþróun. Nú fyrst eftir að gengið veiktist eru að myndast skilyrði á Íslandi fyrir þróunarstarfi í sjávarútvegi sem mun vonandi skila sér í nýjum störfum og frekari fullvinnslu á ýmsum afurðum. Eskja hf. hefur lagt sitt af mörkum í því samhengi. Ljóst er að núverandi hugmyndir stjórnvalda gera ekkert annað en að skapa óvissu í greininni. Breytingar séu ekki endilega alvondar fyrir fyrirtækið og okkar starfsfólk, en nagandi óvissa er það allra versta sem hægt er að bjóða fólki upp á. Í því ástandi sem almennt nú er uppi ættu stjórnvöld að láta af öllum óljósum hugmyndum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ég leyfi mér að fullyrða að meirihluti fólks sem starfar í sjávarútvegi telur að núverandi kerfi henti okkur Íslendingum mjög vel og sé í grundvallaratriðum í lagi. Stjórnvöld ættu frekar að snúa sér að því að hefja viðgerðir þar sem þeirra er raunveruleg þörf. Þar er af nógu að taka! Höfundur er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eskju hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Páll Snorrason skrifar um sjávarútvegsmál Eftir hrun íslenska bankakerfisins er ástandið erfitt á Íslandi og fjölmörg heimili og fyrirtæki berjast í bökkum og bíða eftir að stjórnvöld slái um okkur skjaldborg og marki stefnuna til endurreisnar. Undirritaður átti síst af öllu von á því að stórar breytingar yrðu gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á þessum tímamótum og það er ljóst að innköllun aflaheimilda verður ekki til þess að skapa einhverja „sátt“ í atvinnugreininni. Í stað þess að vinna með fólkinu í greininni að skynsamlegum endurbótum hafa stjórnvöld frekar alið á sundrungu og skeyta í engu um afleiðingar óábyrgrar stefnu í atvinnumálum þjóðarinnar. Ég efast um að nokkrum lögum hafi verið breytt oftar en lögunum um stjórn fiskveiða. Það hefur aðallega verið gert vegna hagsmunaárekstra milli aðila innan kerfisins og nú næstum 30 árum síðar höfum við í höndunum fiskveiðistjórnunarkerfi sem verndar fiskistofnana undir miklu eftirliti en er jafnframt markaðsdrifið, sveigjanlegt og það skilar sem betur fer töluverðum afrakstri til þjóðarinnar. Spurningin er: Getum við gert enn betur? Eskja hf. og starfsfólk þess og allt byggðarlagið hefur ekki farið varhluta af þeim breytingum sem orðið hafa á löggjöfinni og þá einnig á lífríki sjávar. Fyrir utan þær breytingar, sveiflur og óvissuástand sem tengist lífríkinu og úthlutun aflaheimilda á hverju ári höfum við síðustu ár upplifað mestu skerðingu aflaheimilda frá upphafi og hrun allra bankanna í ofanálag. Í skjóli núverandi kerfis hefur Eskja hf. eins og flestöll sjávarútvegsfyrirtækin komist í gegnum þessar þrengingar en það hefur ekki gerst af sjálfu sér. Ég get hins vegar fullyrt að fyrning aflaheimilda muni leiða til gjaldþrots fyrirtækis okkar á skömmum tíma. Íslenskur sjávarútvegur er markaðsdrifinn útflutningsiðnaður í mikilli samkeppni við aðrar fiskveiðiþjóðir og til þess að geta keppt við þær og einnig við önnur matvæli þurfum við að búa við eins gott rekstrarumhverfi og hugsast getur. Lykilorðið í því er stöðugleiki. Þrátt fyrir alla óvissuna sem náttúran ein og sér ber með sér er núverandi aflamarkskerfi eina rökrétta svarið til að geta stundað ábatasamt og áreiðanlegt markaðs- og sölustarf á íslensku sjávarfangi. Virðiskeðjan er frá veiðum til neyslu og í framseljanlegu aflamarkskerfi mun greinin sjálf laga sig að afrakstursgetu nytjastofnana og samhliða öflugu markaðsstarfi velja hagkvæmustu nýtingu auðlindarinnar hverju sinni. Ég er sannfærður um að kostir núverandi kerfis eru mun fleiri en gallarnir. Ég tel að innan kerfisins getum við gert betur og í framtíðinni mun það felast í betri nýtingu á okkar afurðum og vöruþróun. Nú fyrst eftir að gengið veiktist eru að myndast skilyrði á Íslandi fyrir þróunarstarfi í sjávarútvegi sem mun vonandi skila sér í nýjum störfum og frekari fullvinnslu á ýmsum afurðum. Eskja hf. hefur lagt sitt af mörkum í því samhengi. Ljóst er að núverandi hugmyndir stjórnvalda gera ekkert annað en að skapa óvissu í greininni. Breytingar séu ekki endilega alvondar fyrir fyrirtækið og okkar starfsfólk, en nagandi óvissa er það allra versta sem hægt er að bjóða fólki upp á. Í því ástandi sem almennt nú er uppi ættu stjórnvöld að láta af öllum óljósum hugmyndum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ég leyfi mér að fullyrða að meirihluti fólks sem starfar í sjávarútvegi telur að núverandi kerfi henti okkur Íslendingum mjög vel og sé í grundvallaratriðum í lagi. Stjórnvöld ættu frekar að snúa sér að því að hefja viðgerðir þar sem þeirra er raunveruleg þörf. Þar er af nógu að taka! Höfundur er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eskju hf.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar