Síðbúnu réttlæti fagnað í Argentínu 24. desember 2010 08:00 Fagna réttlæti Mæðurnar á Mayo-torgi lýstu ánægju sinni með niðurstöðu dómstólsins, þótt síðbúin sé. nordicphotos/AFP Jorge Videla, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Argentínu árin 1976-81, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir pyntingar og morð á 31 fanga, sem flestir voru á sínum tíma sagðir hafa verið „skotnir á flótta“ fyrstu mánuðina eftir byltingu herforingjanna. Ættingjar og ástvinir fanganna myrtu fögnuðu ákaft niðurstöðu dómsins. „Réttlætið er það eina sem við eigum eftir í lífinu,“ segir Nair Amuedo, ein mæðranna frá Plaza de Mayo, samtökum mæðra sem barist hafa áratugum saman fyrir því að herforingjarnir yrðu látnir gjalda fyrir verk sín. „Að minnsta kosti eru þessir morðingjar fordæmdir fyrir það sem þeir eru,“ segir hún. Videla var leiðtogi herforingjabyltingarinnar árið 1976. Hann stjórnaði síðan glæpaverkum herforingjastjórnarinnar næstu fimm árin og er talinn helsti forsprakki „óhreina stríðsins“, sem fólst í því að þúsundir manna voru „látnar hverfa“. Herinn beindi þar spjótum sínum að vopnuðum skæruliðum, sem börðust gegn herforingjastjórninni, og öllum sem sýndu málstað uppreisnarmanna minnsta skilning. Líklegt þykir að flestir þeirra sem „hurfu“ hafi verið teknir af lífi. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Videla hefði borið ábyrgð á dauða fanganna, sem voru fluttir úr venjulegu fangelsi yfir í annað húsnæði þar sem þeir voru pyntaðir hvað eftir annað áður en þeir voru drepnir. Við réttarhöldin sýndi Videla enga iðrun, heldur sagði að almenningur í Argentínu hefði á sínum tíma krafist þess að stjórn herforingjanna léti til skarar skríða gegn skæruliðunum til að koma í veg fyrir að marxistar næðu völdum með stjórnarbyltingu. Hann kvartaði einnig undan því að „hryðjuverkamenn“ væru nú við völd í landinu. Videla hefur áður hlotið ævilangt fangelsi fyrir brot gegn mannkyninu. Þá fékk hann að afplána dóminn í þægilegu húsnæði og slapp út eftir fimm ár þegar Carlos Menem, þáverandi forseti, náðaði hann og aðra leiðtoga herforingjastjórnarinnar. Í þetta skiptið þarf Videla að sitja í venjulegu fangelsi innan um aðra glæpamenn. Hann á auk þess fleiri réttarhöld í vændum, því enn bíða hans meira en tíu dómsmál vegna glæpa herforingjastjórnarinnar. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Jorge Videla, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Argentínu árin 1976-81, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir pyntingar og morð á 31 fanga, sem flestir voru á sínum tíma sagðir hafa verið „skotnir á flótta“ fyrstu mánuðina eftir byltingu herforingjanna. Ættingjar og ástvinir fanganna myrtu fögnuðu ákaft niðurstöðu dómsins. „Réttlætið er það eina sem við eigum eftir í lífinu,“ segir Nair Amuedo, ein mæðranna frá Plaza de Mayo, samtökum mæðra sem barist hafa áratugum saman fyrir því að herforingjarnir yrðu látnir gjalda fyrir verk sín. „Að minnsta kosti eru þessir morðingjar fordæmdir fyrir það sem þeir eru,“ segir hún. Videla var leiðtogi herforingjabyltingarinnar árið 1976. Hann stjórnaði síðan glæpaverkum herforingjastjórnarinnar næstu fimm árin og er talinn helsti forsprakki „óhreina stríðsins“, sem fólst í því að þúsundir manna voru „látnar hverfa“. Herinn beindi þar spjótum sínum að vopnuðum skæruliðum, sem börðust gegn herforingjastjórninni, og öllum sem sýndu málstað uppreisnarmanna minnsta skilning. Líklegt þykir að flestir þeirra sem „hurfu“ hafi verið teknir af lífi. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Videla hefði borið ábyrgð á dauða fanganna, sem voru fluttir úr venjulegu fangelsi yfir í annað húsnæði þar sem þeir voru pyntaðir hvað eftir annað áður en þeir voru drepnir. Við réttarhöldin sýndi Videla enga iðrun, heldur sagði að almenningur í Argentínu hefði á sínum tíma krafist þess að stjórn herforingjanna léti til skarar skríða gegn skæruliðunum til að koma í veg fyrir að marxistar næðu völdum með stjórnarbyltingu. Hann kvartaði einnig undan því að „hryðjuverkamenn“ væru nú við völd í landinu. Videla hefur áður hlotið ævilangt fangelsi fyrir brot gegn mannkyninu. Þá fékk hann að afplána dóminn í þægilegu húsnæði og slapp út eftir fimm ár þegar Carlos Menem, þáverandi forseti, náðaði hann og aðra leiðtoga herforingjastjórnarinnar. Í þetta skiptið þarf Videla að sitja í venjulegu fangelsi innan um aðra glæpamenn. Hann á auk þess fleiri réttarhöld í vændum, því enn bíða hans meira en tíu dómsmál vegna glæpa herforingjastjórnarinnar. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira