Elsa Bára Traustadóttir: Hver gætir hagsmuna barna á Álftanesi? Elsa Bára Traustadóttir skrifar 19. maí 2010 15:48 Ég er borgarbúi í hjarta mínu. Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og fyrsta íbúð okkar hjóna var við mestu umferðina í miðborginni. Okkur fannst það frábært en í dag búum við á Álftanesi og það er líka frábært. Svo gott að viljum vera hér áfram með börnin okkar. Við áttum viðkomu í öðrum löndum þar sem við bjuggum í litlum bæjarfélögum sem okkur þótti gott að ala upp börn í. Lítið samfélag rétt utan borgar gerði okkur einnig kleift að njóta þess góða sem borgin hafði upp á að bjóða. Þegar fjölskyldan flutti til Íslands langaði okkur að búa nálægt Reykjavík í samfélagi með ungu og eldra fólki, með íslenskri náttúru þar sem tækifæri til útiveru væru næg, góður skóli, sundlaug og tækifæri til íþrótta- og tómstunda. Sundlaug og grænn miðbær á teikniborðinu Við féllum fyrir Álftanesi. Þegar við komum hingað blasti við okkur hafið í kring, fjallasýnin og Snæfellsjökull. Okkur leist vel á skólann og tónlistarskólinn er rekinn þar. Það er líka félagsmiðstöð og myndarlegt íþróttahús sem til stóð að gera enn veglegra með glæsilegri sundlaug eins og þær gerast bestar á Íslandi. Það var líka gert skömmu eftir að við fluttum hingað. Skólinn og íþróttamannvirkin eru ásamt leikskólunum á miðsvæði Álftaness sem iðar af lífi. Í framhaldi af byggingu nýrrar sundlaugar hefur lengi staðið til að byggja íbúðir fyrir eldri borgara ásamt húsnæði fyrir nauðsynlega nærþjónustu eins og matvörubúð, bakarí, kaffihús eða annan lítinn veitingarekstur sem hæfir þörf svæðisins. Stefna þáverandi bæjarstjórnar, Á-listans var að byggja upp atvinnulíf sem tæki tillit til sérstöðu Álftaness og náttúrunnar í kring. Þetta eru nokkrar ástæður þess að við völdum að búa á Álftanesi og við erum ánægð með að hafa fengið að njóta þess að búa hér. „Það er hægt að gera svo margt á Álftanesi" segja börnin mín. „Við höfum íþróttahús til að æfa alls konar íþróttir í, æðislega sundlaug með öllu, fjörur til að fara með hundinn í göngutúr, golfvöll, tónlistarskóla, vera með hesta, hjóla og fara á línuskauta, vera í skátunum, það er góður skóli og bara allt!" Það hefur verið mjög gott að vera barn á Álftanesi undanfarin ár.D-listinn hóf niðurskurð á þjónustu og hækkaði gjöld Það gekk á ýmsu í bæjarstjórnarmálunum í vetur og ný D-lista bæjarstjórn hóf störf sín með því að skera niður allt sem hægt var sem við kom barnafjölskyldum: Leikskólagjöld og skólamáltíðir hækkuðu, opnunartími sundlaugarinnar var skertur, styrkur til íþrótta- og tómstundastarfa barna var felldur niður og til stóð að bjóða ekki upp á sumarnámskeið eða unglinga- og bæjarvinnu í sumar. Bæjarfulltrúar Á-lista lögðu til aðrar leiðir en þennan stórfellda niðurskurð en á það var ekki hlustað og voru allar tillögur þeirra felldar. Fjárhagsstjórnin þurfti að taka fram fyrir hendur meirihlutans Bæjarstjórnin bakkaði þó með þá ákvörðun að fella allt sumarstarf niður -eða gerði bæjarstjórn D-listans það? Á íbúafundi nýverið kom í ljós að það var alls ekki þeirra frumkvæði heldur fjárhagsstjórnarinnar, sem er lögmannsstofa í Reykjavík sem falið hefur verið að hafa umsjón með fjárútlátum sveitarfélagsins. Ef mýtan um kaldlyndi lögmanna væri sönn væri þeim slétt sama um hagsmuni barna og unglinga á Álftanesi -það er ekki þeirra vinna. Þau eiga bara að passa að peningum sé ekki eytt að þarflausu. Þessi lögmannsstofa benti núverandi bæjarstjórn (sem er hins vegar á launum við að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins, hér undir hagsmuna barnanna í sveitarfélaginu) á þá staðreynd að slíkar sparnaðaraðgerðir hefðu samfélagslega skaðleg áhrif og að útgjöldum af þessu tagi væri því vel varið. Vegna þess að fjárhagsstjórnin hafði snefil af ábyrgðarkennd gagnvart börnunum á Álftanesi verður unglinga- og bæjarvinna auk sumarnámskeiða hér í sumar. Það er ekki góðviljaverk eða umhyggja bæjarstjórnar D-listans. Mér finnst óhugnarlegt að börnin hér þurfi að reiða sig á velvild ókunnugra því þeir sem eru ráðnir til að gæta hagsmuna þeirra gera það ekki. Á Álftanesi býr sem betur fer fjöldinn allur af skynsömu fólki sem ekki er sama um samfélag sitt og uppeldisaðstæður barnanna og ég treysti því að það velji sér nýja bæjarstjórn með hagsmuni barnanna á Álftanesi að leiðarljósi. Við sem skipum Á-listann munum leggja okkur fram um að bæta þjónustu við barnafjölskyldur. Því skiptir öllu að Á-listinn fái góðan stuðning í komandi kosningum. Höfundur skipar 7. Sæti Á-listans á Álftanesi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er borgarbúi í hjarta mínu. Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og fyrsta íbúð okkar hjóna var við mestu umferðina í miðborginni. Okkur fannst það frábært en í dag búum við á Álftanesi og það er líka frábært. Svo gott að viljum vera hér áfram með börnin okkar. Við áttum viðkomu í öðrum löndum þar sem við bjuggum í litlum bæjarfélögum sem okkur þótti gott að ala upp börn í. Lítið samfélag rétt utan borgar gerði okkur einnig kleift að njóta þess góða sem borgin hafði upp á að bjóða. Þegar fjölskyldan flutti til Íslands langaði okkur að búa nálægt Reykjavík í samfélagi með ungu og eldra fólki, með íslenskri náttúru þar sem tækifæri til útiveru væru næg, góður skóli, sundlaug og tækifæri til íþrótta- og tómstunda. Sundlaug og grænn miðbær á teikniborðinu Við féllum fyrir Álftanesi. Þegar við komum hingað blasti við okkur hafið í kring, fjallasýnin og Snæfellsjökull. Okkur leist vel á skólann og tónlistarskólinn er rekinn þar. Það er líka félagsmiðstöð og myndarlegt íþróttahús sem til stóð að gera enn veglegra með glæsilegri sundlaug eins og þær gerast bestar á Íslandi. Það var líka gert skömmu eftir að við fluttum hingað. Skólinn og íþróttamannvirkin eru ásamt leikskólunum á miðsvæði Álftaness sem iðar af lífi. Í framhaldi af byggingu nýrrar sundlaugar hefur lengi staðið til að byggja íbúðir fyrir eldri borgara ásamt húsnæði fyrir nauðsynlega nærþjónustu eins og matvörubúð, bakarí, kaffihús eða annan lítinn veitingarekstur sem hæfir þörf svæðisins. Stefna þáverandi bæjarstjórnar, Á-listans var að byggja upp atvinnulíf sem tæki tillit til sérstöðu Álftaness og náttúrunnar í kring. Þetta eru nokkrar ástæður þess að við völdum að búa á Álftanesi og við erum ánægð með að hafa fengið að njóta þess að búa hér. „Það er hægt að gera svo margt á Álftanesi" segja börnin mín. „Við höfum íþróttahús til að æfa alls konar íþróttir í, æðislega sundlaug með öllu, fjörur til að fara með hundinn í göngutúr, golfvöll, tónlistarskóla, vera með hesta, hjóla og fara á línuskauta, vera í skátunum, það er góður skóli og bara allt!" Það hefur verið mjög gott að vera barn á Álftanesi undanfarin ár.D-listinn hóf niðurskurð á þjónustu og hækkaði gjöld Það gekk á ýmsu í bæjarstjórnarmálunum í vetur og ný D-lista bæjarstjórn hóf störf sín með því að skera niður allt sem hægt var sem við kom barnafjölskyldum: Leikskólagjöld og skólamáltíðir hækkuðu, opnunartími sundlaugarinnar var skertur, styrkur til íþrótta- og tómstundastarfa barna var felldur niður og til stóð að bjóða ekki upp á sumarnámskeið eða unglinga- og bæjarvinnu í sumar. Bæjarfulltrúar Á-lista lögðu til aðrar leiðir en þennan stórfellda niðurskurð en á það var ekki hlustað og voru allar tillögur þeirra felldar. Fjárhagsstjórnin þurfti að taka fram fyrir hendur meirihlutans Bæjarstjórnin bakkaði þó með þá ákvörðun að fella allt sumarstarf niður -eða gerði bæjarstjórn D-listans það? Á íbúafundi nýverið kom í ljós að það var alls ekki þeirra frumkvæði heldur fjárhagsstjórnarinnar, sem er lögmannsstofa í Reykjavík sem falið hefur verið að hafa umsjón með fjárútlátum sveitarfélagsins. Ef mýtan um kaldlyndi lögmanna væri sönn væri þeim slétt sama um hagsmuni barna og unglinga á Álftanesi -það er ekki þeirra vinna. Þau eiga bara að passa að peningum sé ekki eytt að þarflausu. Þessi lögmannsstofa benti núverandi bæjarstjórn (sem er hins vegar á launum við að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins, hér undir hagsmuna barnanna í sveitarfélaginu) á þá staðreynd að slíkar sparnaðaraðgerðir hefðu samfélagslega skaðleg áhrif og að útgjöldum af þessu tagi væri því vel varið. Vegna þess að fjárhagsstjórnin hafði snefil af ábyrgðarkennd gagnvart börnunum á Álftanesi verður unglinga- og bæjarvinna auk sumarnámskeiða hér í sumar. Það er ekki góðviljaverk eða umhyggja bæjarstjórnar D-listans. Mér finnst óhugnarlegt að börnin hér þurfi að reiða sig á velvild ókunnugra því þeir sem eru ráðnir til að gæta hagsmuna þeirra gera það ekki. Á Álftanesi býr sem betur fer fjöldinn allur af skynsömu fólki sem ekki er sama um samfélag sitt og uppeldisaðstæður barnanna og ég treysti því að það velji sér nýja bæjarstjórn með hagsmuni barnanna á Álftanesi að leiðarljósi. Við sem skipum Á-listann munum leggja okkur fram um að bæta þjónustu við barnafjölskyldur. Því skiptir öllu að Á-listinn fái góðan stuðning í komandi kosningum. Höfundur skipar 7. Sæti Á-listans á Álftanesi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar