Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs sígur rólega niður

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hefur sigið rólega niður undanfarna sjö daga og stendur í 416 punktum í dag samkvæmt mælingu CMA gagnaveitunnar.

Þann 8. mars s.l. hækkaði álagið síðast, um 1,8% eða 8 punkta, og stóð þá í 459 punktum samkvæmt CMA. Nemur lækkunin því 43 punktum frá þeim degi.

Álagið hefur lækkað um nær 300 punkta frá dögunum skömmu eftir að forseti Íslands ákvað að vísa Icesavefrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu rétt eftir áramótin. Á þeim tíma fór álagið hæst í rétt tæpa 700 punkta.

Enn er nokkuð í land að skuldatryggingaálagið ná sama stigi og það komst lægst í skömmu fyrir síðustu áramót er það fór niður í 345 punkta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×