Jarðsamband óskast Kristján G. Gunnarsson skrifar 14. júní 2010 06:00 Ítrekað hefur komið fram í fréttum að mesta atvinnuleysi á landinu er hér á Suðurnesjum. Þar má nefna að um 20% félaga í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur eru nú án atvinnu. Jafnframt er hlutfall heimila í greiðsluvanda hér gríðarlega hátt. Ekki bætir heldur úr skák að þeim fer nú ört fjölgandi sem eiga ekki lengur kost á atvinnuleysisbótum af því að þeir hafa verið án atvinnu lengur en þrjú ár. Þessu fólki virðast allar bjargir bannaðar. Ég er nógu gamall til að þekkja viðurstyggð langvarandi fjöldaatvinnuleysis. Mér eru í fersku minni þau lamandi áhrif sem atvinnuleysið hafði á sjálfsvirðingu og heilsu fullorðinna, að ekki sé talað um velferð barna og unglinga. Ég man vel hvernig gleðin og áræðinn hurfu úr svipmóti vina og kunningja og við tóku deyfð og depurð. Því miður blasa þessi ummerki nú öll við aftur. Eini munurinn er sá að nú er kreppan dýpri. Tæpt ár er liðið síðan Ríkisstjórn Íslands, aðilar vinnumarkaðarins og Samtök íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir stöðugleikasáttmála. Allir skyldu leggjast á eitt um að vinna þjóðina út úr vanda efnahagshruns og atvinnuleysis. Sérstaklega var kveðið á um að ríkisstjórnin ryddi úr vegi hindrunum og greiddi götu þegar ákveðinna stórframkvæmda, þ.á.m. framkvæmda vegna álvers í Helguvík, sem er langstærsta einstaka tækifærið til að vinna á kreppuástandinu í atvinnumálum á landinu. Ég efast ekki um góðan vilja þeirra sem undirrituðu stöðugleikasáttmálann þó að myndugleika og kraft hafi skort til að fylgja málum eftir. Ég efast heldur ekki um góðan vilja þess harðlínufólks sem hefur lagt sig fram um að tefja og spilla fyrir framgangi Helguvíkurverkefnisins á bak við tjöldin, í skjóli stjórnvalda. Þetta fólk er margt hvert sanntrúaðir kommúnistar, í grænni mussu, sem trúa því að atvinnurekstur, sem ekki er í eigu ríkis eða sveitarfélaga, sé af hinu illa en að ríkið sé aftur á móti mjög verðmætaskapandi. Í huga þessa fólks er alltaf bara til eitt rétt svar. Þetta er fólk sem af einhverjum ástæðum trúir því að álver séu sérstaklega slæmur kostur þó að vitað sé að flugsamgöngur og ferðaiðnaður séu umhverfinu t.d. miklu hættulegri. Margt af þessu ágæta fólki er einmitt opinberir starfsmenn sem lifa og hrærast í vernduðu umhverfi og þurfa því ekki sjálfir að óttast atvinnuleysi. Hætt er við að slíkri einstaklingar séu ekki sérlega næmir á hremmingar þeirra sem misst hafa avinnuna eða á kjörorð verkalýðshreyfingarinnar frá 1. maí: „Við viljum vinna." Ég auglýsi hér með eftir jarðsambandi á milli þessa harðlínufólks og atvinnulausra Íslendinga. Ég kalla líka eftir jarðsambandi ríkisstjórnar Íslands við þær fjölmörgu fjölskyldur á Suðurnesjum sem sjá ekkert nema svarnætti framundan ef stjórnmálamenn hafa ekki manndóm í sér til að fylgja fyrirheitum eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ítrekað hefur komið fram í fréttum að mesta atvinnuleysi á landinu er hér á Suðurnesjum. Þar má nefna að um 20% félaga í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur eru nú án atvinnu. Jafnframt er hlutfall heimila í greiðsluvanda hér gríðarlega hátt. Ekki bætir heldur úr skák að þeim fer nú ört fjölgandi sem eiga ekki lengur kost á atvinnuleysisbótum af því að þeir hafa verið án atvinnu lengur en þrjú ár. Þessu fólki virðast allar bjargir bannaðar. Ég er nógu gamall til að þekkja viðurstyggð langvarandi fjöldaatvinnuleysis. Mér eru í fersku minni þau lamandi áhrif sem atvinnuleysið hafði á sjálfsvirðingu og heilsu fullorðinna, að ekki sé talað um velferð barna og unglinga. Ég man vel hvernig gleðin og áræðinn hurfu úr svipmóti vina og kunningja og við tóku deyfð og depurð. Því miður blasa þessi ummerki nú öll við aftur. Eini munurinn er sá að nú er kreppan dýpri. Tæpt ár er liðið síðan Ríkisstjórn Íslands, aðilar vinnumarkaðarins og Samtök íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir stöðugleikasáttmála. Allir skyldu leggjast á eitt um að vinna þjóðina út úr vanda efnahagshruns og atvinnuleysis. Sérstaklega var kveðið á um að ríkisstjórnin ryddi úr vegi hindrunum og greiddi götu þegar ákveðinna stórframkvæmda, þ.á.m. framkvæmda vegna álvers í Helguvík, sem er langstærsta einstaka tækifærið til að vinna á kreppuástandinu í atvinnumálum á landinu. Ég efast ekki um góðan vilja þeirra sem undirrituðu stöðugleikasáttmálann þó að myndugleika og kraft hafi skort til að fylgja málum eftir. Ég efast heldur ekki um góðan vilja þess harðlínufólks sem hefur lagt sig fram um að tefja og spilla fyrir framgangi Helguvíkurverkefnisins á bak við tjöldin, í skjóli stjórnvalda. Þetta fólk er margt hvert sanntrúaðir kommúnistar, í grænni mussu, sem trúa því að atvinnurekstur, sem ekki er í eigu ríkis eða sveitarfélaga, sé af hinu illa en að ríkið sé aftur á móti mjög verðmætaskapandi. Í huga þessa fólks er alltaf bara til eitt rétt svar. Þetta er fólk sem af einhverjum ástæðum trúir því að álver séu sérstaklega slæmur kostur þó að vitað sé að flugsamgöngur og ferðaiðnaður séu umhverfinu t.d. miklu hættulegri. Margt af þessu ágæta fólki er einmitt opinberir starfsmenn sem lifa og hrærast í vernduðu umhverfi og þurfa því ekki sjálfir að óttast atvinnuleysi. Hætt er við að slíkri einstaklingar séu ekki sérlega næmir á hremmingar þeirra sem misst hafa avinnuna eða á kjörorð verkalýðshreyfingarinnar frá 1. maí: „Við viljum vinna." Ég auglýsi hér með eftir jarðsambandi á milli þessa harðlínufólks og atvinnulausra Íslendinga. Ég kalla líka eftir jarðsambandi ríkisstjórnar Íslands við þær fjölmörgu fjölskyldur á Suðurnesjum sem sjá ekkert nema svarnætti framundan ef stjórnmálamenn hafa ekki manndóm í sér til að fylgja fyrirheitum eftir.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun