Erlent

Brown sagði af sér embætti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gordon Brown sagði af sér embætti forsætisráðherra Bretlands og sem leiðtogi Verkamannaflokksins nú skömmu fyrir fréttir. Hann sagðist þegar ætla að tilkynna Elísabetu drottningu þetta og mæla með því að stjórnarandstaðan myndaði nýja ríkisstjórn.

Stjórnarmyndunarviðræður Browns við Frjálslynda demókrata runnu út í sandinn í dag og er búist við að Frjálslyndir og Íhaldsmenn tilkynni um nýja stjórn í kvöld. Þar verði annað hvort um að ræða minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Frjálslyndra eða samsteypustjórn þessara tveggja flokka, undir forsæti David Cameron's leiðtoga Íhaldsflokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×