Tuttugu ára afmælishátíð 21. ágúst 2010 08:00 Helgi Már og Kristján Helgi stjórna útvarpsþættinum Party Zone sem hefur verið starfræktur í tuttugu ár. mynd/atli már hafsteinsson Útvarpsþátturinn Party Zone heldur upp á tuttugu ára afmælið sitt á Nasa 4. september með mikilli hátíð. Fjölmargir troða upp, þar á meðal Gus Gus. Útvarpsþátturinn Party Zone heldur tuttugu ára afmælishátíð á Nasa laugardagskvöldið 4. september. Á meðal þeirra sem troða upp verða Gus Gus, Human Woman, Casanova, Rythmdoctor og félagarnir Margeir og Árni E. „Það er mjög fyndið að við sem höfum haldið að við værum ungi hlutinn af tónlistarsenunni séum núna orðnir tuttugu ára,“ segir Helgi Már, annar af stjórnendum Party Zone. „Við þurftum í upphafi að berjast fyrir tilvist þessarar senu en hún er núna komin til að vera,“ segir hann og bætir við um afmælishátíðina: „Það verður mjög gaman að fá þessa listamenn til að koma við og taka þátt.“ „Dansþáttur þjóðarinnar“, Party Zone, hóf göngu sína á framhaldsskólaútvarpstöðinni Útrás haustið 1990 undir stjórn Helga Más og Kristjáns Helga. Úr varð fjögurra tíma útvarpsþáttur á laugardagskvöldum. Fljótlega fóru að mæta í heimsókn plötusnúðar eins og Maggi Lego, Ýmir og Grétar G sem vildu ólmir fá að spila nýjustu vínyl-plöturnar sem þeir keyptu í ferðum sínum til London. Smám saman varð Party Zone ákveðin miðstöð danstónlistarsenunnar og hefur verið það allar götur síðan. Partý verður haldið á undan hátíðinni á efri hæð Nasa þar sem öllum verður boðið sem hafa komið fram í þættinum eða unnið með þeim Helga og Kristjáni í gegnum tíðina og verður gestalistinn væntanlega af lengri gerðinni. Party Zone hefur fært Íslendingum mörg stærstu nöfn danstónlistarinnar. Nægir að nefna Masters At Work, Booka Shade, Basement Jaxx, Timo Maas, Sasha, Carl Cox, Trentemöller og Carl Craig. Ekki má gleyma öllum reifunum, Eldborg og UXA 95. Þátturinn átti góð ár á útvarpsstöðvunum Sólinni, Aðalstöðinni, X-inu, Mono og svo á Rás 2, þar sem hann er núna í loftinu. Miðaverð á afmælishátíðina er 2.500 krónur og fer forsala fram á Midi.is. Upphitun verður fyrir hátíðina í Party Zone á Rás 2 og á síðunni Pz.is þar sem þekktir plötusnúðar munu setja inn uppáhaldslögin sín í tilefni dagsins. freyr@frettabladid.is Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Áttu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Sjá meira
Útvarpsþátturinn Party Zone heldur upp á tuttugu ára afmælið sitt á Nasa 4. september með mikilli hátíð. Fjölmargir troða upp, þar á meðal Gus Gus. Útvarpsþátturinn Party Zone heldur tuttugu ára afmælishátíð á Nasa laugardagskvöldið 4. september. Á meðal þeirra sem troða upp verða Gus Gus, Human Woman, Casanova, Rythmdoctor og félagarnir Margeir og Árni E. „Það er mjög fyndið að við sem höfum haldið að við værum ungi hlutinn af tónlistarsenunni séum núna orðnir tuttugu ára,“ segir Helgi Már, annar af stjórnendum Party Zone. „Við þurftum í upphafi að berjast fyrir tilvist þessarar senu en hún er núna komin til að vera,“ segir hann og bætir við um afmælishátíðina: „Það verður mjög gaman að fá þessa listamenn til að koma við og taka þátt.“ „Dansþáttur þjóðarinnar“, Party Zone, hóf göngu sína á framhaldsskólaútvarpstöðinni Útrás haustið 1990 undir stjórn Helga Más og Kristjáns Helga. Úr varð fjögurra tíma útvarpsþáttur á laugardagskvöldum. Fljótlega fóru að mæta í heimsókn plötusnúðar eins og Maggi Lego, Ýmir og Grétar G sem vildu ólmir fá að spila nýjustu vínyl-plöturnar sem þeir keyptu í ferðum sínum til London. Smám saman varð Party Zone ákveðin miðstöð danstónlistarsenunnar og hefur verið það allar götur síðan. Partý verður haldið á undan hátíðinni á efri hæð Nasa þar sem öllum verður boðið sem hafa komið fram í þættinum eða unnið með þeim Helga og Kristjáni í gegnum tíðina og verður gestalistinn væntanlega af lengri gerðinni. Party Zone hefur fært Íslendingum mörg stærstu nöfn danstónlistarinnar. Nægir að nefna Masters At Work, Booka Shade, Basement Jaxx, Timo Maas, Sasha, Carl Cox, Trentemöller og Carl Craig. Ekki má gleyma öllum reifunum, Eldborg og UXA 95. Þátturinn átti góð ár á útvarpsstöðvunum Sólinni, Aðalstöðinni, X-inu, Mono og svo á Rás 2, þar sem hann er núna í loftinu. Miðaverð á afmælishátíðina er 2.500 krónur og fer forsala fram á Midi.is. Upphitun verður fyrir hátíðina í Party Zone á Rás 2 og á síðunni Pz.is þar sem þekktir plötusnúðar munu setja inn uppáhaldslögin sín í tilefni dagsins. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Áttu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“