Tónlistarhátíðin Berjadagar 2010 verður haldin í Ólafsfirði nú um helgina. Þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún á þessum árum áunnið sér traust og virðingu og þar af leiðandi er hún orðinn fastur liður í menningarlífi bæjarins.
Á Berjadögum verða þrennir tónleikar með frábærum listamönnum, sungið og leikið á sauðagarnir og sögustund og myndlistarnámskeið fyrir börn, forn hljóðfæri og handrit sýnd að ógleymdu markaðstorgi Berjadaga.