Innlent

Nágrannavarsla í Reykjanesbæ

Steyta hnefa. Íbúar Kjarrmóa ræða nágrannavörsluna við lögreglumann.
Steyta hnefa. Íbúar Kjarrmóa ræða nágrannavörsluna við lögreglumann.

Íbúar við Kjarrmóa í Reykjanesbæ hafa bundist samtökum um nágrannavörslu í samstarfi við bæjarfélagið. Munu íbúarnir fylgjast með húsum nágranna sinna þegar þeir eru að heiman og gæta eigna.

Nágrannavarsla er nú skipulögð við sex götur í Reykjanesbæ en áður hafa íbúar við Þórsvelli, Birkiteig, Sjafnarvelli, Fífudal og Lágseylu hafið slíkt samstarf.

Reykjanesbær hefur boðið íbúum sínum upp á nágrannavörslu frá því síðasta sumar. Um er að ræða samstarfsverkefni Umhverfissviðs bæjarins og forvarnadeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×