Erlent

Dani tekinn fyrir peningaþvætti fyrir Hells Angels

Danskur viðskiptamaður hefur verið handtekinn sakaður um peningaþvætti fyrir mótorhjólagengið Hells Angels í Danmörku.

Hann mun hafa tekið við hagnaði af fíkniefnasölu Hells Angeles og notað hagnaðinn til að fjárfesta í elliheimili í Þýskalandi. Upphæðin sem um ræðir er 5 milljónir danskar krónur eða ríflega 100 milljónir króna.

Maðurinn náðist eftir samræmdar aðgerðir af hálfu evrópulögreglunnar Europol, efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar og lögreglunnar á Austur Jótlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×