Erlent

Fíkniefnakóngurinn Dudus Coke handtekinn

Lögreglan á Jamaíka hefur handtekið fíkniefnakónginn Christoper Dudus Coke.

Mikil leit að Coke í fátækrahverfum Kingston höfuðborgar Jamaíka undanfarnar vikur hefur leitt til mikilla uppþota og óeirða og hefur fjöldi manns látið lífið í þeim.

Coke hefur orðspor á sér á Jamaíka sem nokkurs konar Hrói höttur landsins. Hann hefur notað hluta af umtalsverðum fíkniefnagróða sínum til að dreifa fé meðal fátækra landsmanna.

Samkvæmt frétt um málið á BBC var Coke á leið til bandaríska sendiráðsins til að gefa sig fram þegar hann var handtekinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×