Erlent

Sigla vikulega til Petsjenga á Kólaskaga

Eimskip í Noregi fékk systurskipin Svartfoss og Storfoss afhent ný árið 2006.
Eimskip í Noregi fékk systurskipin Svartfoss og Storfoss afhent ný árið 2006.
Samgöngur Svartfoss, skip Eimskips í Noregi, siglir vikulega til Petsjenga-flóa á Kólaskaga. Svæðið hefur þar til fyrir skömmu verið lokað öðrum en Rússlandsher og lýtur stjórn hans, að því er BarentsObserver.com greinir frá.

Petsjenga er um 20 kílómetra austur af landamærum Noregs og Rússlands, en Svartfoss hefur sinnt strandsiglingum upp með strönd Noregs og starfar innan ramma áætlunar Evrópusambandsins að nafni Northern Maritime Corridor (NMC) verkefnið og er ætlað að auðvelda siglingar milli Evrópu og hafna í Norðvestur Rússlandi. Skipið hefur farið þrjár ferðir til Petsjenga og hefur viðkomu þar í vikulegum siglingum til Múrmansk.

Haft er eftir Trond Lorentzen, talsmanni Eimskips í Noregi, að norðurhluti og þá sér í lagi norðvesturhluti Rússlands sé vaxtarsvæði í siglingum.

„Fyrir tveimur árum stefndum við á að koma við í Múrmansk þriðju hverja viku. Núna komum við þangað vikulega og erum til þessa eina vestræna skipafélagið sem hefur þar reglulega viðkomu," er eftir Trond haft á BarentsObserver.com. Hann furðar sig á að önnur skipafélög hafi ekki stokkið á tækifærið að komast í tengsl við Rússlandsmarkað í gegn um Múrmansk.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×