Charlie Sheen, leikarinn sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga í gamanþáttunum Two and a half men, vill nú yfirgefa skútuna. Sheen hefur verið í samningaviðræðum við framleiðendur þáttarins og hingað til hefur hann neitað öllum tilboðum þeirra. Hann er nú þegar einn hæstlaunaðasti leikari í bandarísku sjónvarpi en þátturinn hefur gengið í sjö ár.
Þegar hefur verið ákveðið að þátturinn haldi áfram út 2011 þannig að Sheen er í góðri aðstöðu til þess að semja um enn betri kjör og því hafa yfirlýsingar um að hann vilji leita á önnur mið verið túlkaðar sem liður í samningaviðræðum.

