Webber ánægður með klókindi aðstoðarmanns 3. apríl 2010 17:32 Fremstu menn á ráslínu í Malasíu. Nico Rosberg, Mark Webber og Sebastian Vettel. Mynd: Getty Images Mark Webber og Ciaron tæknilegur aðstoðarmaður hans voru að vonum ánægðir með besta tíma í tímatökum í dag, en klókindi þeirra sameiginlega urðu til þess að Webber var einn manna á milligerð af regndekkjum í lokaumferðinni. Þau gáfu meira grip þrátt fyrir mikla vosbúð þegar mest reið á og var mikil áhætt að grípa til þessara dekkja, enda voru allir aðrir í lokaumferðinni á grófari regndekkjum. "Ég vissi ekki hvort fleiri voru á samskonar dekkjum, hvort ég var svarti sauðurinn eður ei. Það spýttist úr skýjunum og það voru staðir þar sem þetta voru réttu dekkin til að vera á, en á öðrum stöðum var hætta á að missa bílinn útaf", sagði Webber á vefsíðu Autosport. Fremstu menn í stigamótinu féllu allir úr leik í fyrstu umferð og sátu eftir með sárt ennið, en Red Bull menn kræktu í fyrsta og þriðja sæti, því Sebastian Vettel varð þriðji, en Nico Rosberg á milli. "Ég ætla ekki að kast eggjum í neinn og það er auðvelt að klikka við svona aðstæður eins og sást með Lewis og báða Ferrari bílanna. Í annarri umferð þurfti kanó og stundum var ég á 40-50 km hraða. Þetta var mjög, mjög erfitt. Þegar rignir, þá rignir." "Við höfum ekki náð tilsettum árangri á árinu, en ætlum að gera okkar besta á sunnudag, en keppnin er löng og við gætum þess að fara ekki framúr okkur", sagði Webber. Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mark Webber og Ciaron tæknilegur aðstoðarmaður hans voru að vonum ánægðir með besta tíma í tímatökum í dag, en klókindi þeirra sameiginlega urðu til þess að Webber var einn manna á milligerð af regndekkjum í lokaumferðinni. Þau gáfu meira grip þrátt fyrir mikla vosbúð þegar mest reið á og var mikil áhætt að grípa til þessara dekkja, enda voru allir aðrir í lokaumferðinni á grófari regndekkjum. "Ég vissi ekki hvort fleiri voru á samskonar dekkjum, hvort ég var svarti sauðurinn eður ei. Það spýttist úr skýjunum og það voru staðir þar sem þetta voru réttu dekkin til að vera á, en á öðrum stöðum var hætta á að missa bílinn útaf", sagði Webber á vefsíðu Autosport. Fremstu menn í stigamótinu féllu allir úr leik í fyrstu umferð og sátu eftir með sárt ennið, en Red Bull menn kræktu í fyrsta og þriðja sæti, því Sebastian Vettel varð þriðji, en Nico Rosberg á milli. "Ég ætla ekki að kast eggjum í neinn og það er auðvelt að klikka við svona aðstæður eins og sást með Lewis og báða Ferrari bílanna. Í annarri umferð þurfti kanó og stundum var ég á 40-50 km hraða. Þetta var mjög, mjög erfitt. Þegar rignir, þá rignir." "Við höfum ekki náð tilsettum árangri á árinu, en ætlum að gera okkar besta á sunnudag, en keppnin er löng og við gætum þess að fara ekki framúr okkur", sagði Webber.
Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira