Erlent

Út með þig stelpa

Óli Tynes skrifar

Níutíu og tveggja ára gömul bresk ekkja hefur loks fengið samþykki dómstóla fyrir því að reka sextuga dóttur sína og sjötíu og sex ára tengdason burt af bóndabænum sem þau hafa deilt undanfarin ár.

Mamman og börnin hafa ekki talað saman eitt einasta orð í átta ár. Hjónin báru fyrir rétti að þau hefðu gert ýmsar endurbætur á bænum sem hefði aukið verðmæti hans.

Auk þess hefðu þau gert því skóna að þau myndu erfa gömlu konuna. Hún hefur hinsvegar arfleitt góðgerðarsamtök að bænum.

Niðurstaða dómarans var sú að hjónin hafi ekki haft neinn rétt til þess að búa á bænum í óþökk mömmu gömlu. Hún hafi auk þess verið í fullum rétti til þess að arfleiða góðgerðarsamtökin að eigum sínum.

Auk þess að vera sagt að hypja sig var hjónunum gert að greiða bæði málskostnað og húsaleigu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×